Bílinn fauk á vegg í óveðrinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2015 21:30 Sunnlendingar segjast ekki hafa upplifað annað eins óveður og í gær. Gámur fullur af búslóð tókst á loft, bíll lenti á húsvegg og þök rifnuðu af hlöðum á meðan að óveðrið gekk yfir. Um átta leytið í gærkvöldi varð sex manna fjölskylda, sem býr í Álfhólshjáleigu í Vestur-Landeyjum, vör við að gámur sem stóð við hús þeirra tókst á loft. Í gámnum var búslóð fjölskyldunnar „Hann fór á loft sko og fór nærri sex veltur og svo fór hann yfir sig þá opnaðist hurðin. Það var ekkert hægt að gera. Við reyndum að fara út en við bara fukum sko og ekkert hægt að festa þetta neitt niður, “ segir Sigurður Ágúst Rúnarsson fjölskyldufaðirinn. Fjölskyldan flutti í húsið fyrir fimm dögum og var megnið af búslóð þeirra enn inni í gámnum. „Það var bara nánast hér um bil öll búslóðin. Við erum bara búin að taka það helsta út. Við vorum bara að flytja. Svo fór bíllinn líka á hliðina á hlaðinu, vinnubíllinn og klessist upp að húsi þarna, “ segir Sigurður Ágúst. Hann segir ljóst að tjónið er töluvert en óvíst er hvort að það fáist bætt hjá tryggingarfélagi þeirra hjóna þar sem búslóðin var í gámnum en ekki innandyra. Sigurður Ágúst segir að fjölskyldan hafi fundið vel fyrir snörpustu vindhviðunum í gær. „Það segja mér menn að svona gámar geti fokið, 40 feta gámar, geti fokið í 60 metrum á sekúndu og þá hlýtur það að hafa verið það hérna í hviðunum,“ segir Sigurður Ágúst. Við Seljalandsfoss gekk mikið á í óveðrinu í gær en þar splundraðist veitingavagn sem þar stóð. „Veðrið hefur bara sprengt þetta gjörsamlega, “ segir Ellert Geir Ingvarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Hvolsvelli. Hann segir töluvert um tjón í sveitunum en flest séu vegna foks. „Það virðist vera töluvert og bara út um alla sveit bara, “ segir Ellert Geir. Björgunarsveitarmenn á svæðinu stóðu í ströngu á meðan að óveðrið gekk yfir í gærkvöldi og í nótt. Á nokkrum stöðum mynduðust það hættulegar aðstæður að ekki þótti óhætt fyrir þá að vera þar. Víða losnuðu þakplötur eða þakpappi af húsum. Þar á meðal af húsnæði fyrirtækisins South Iceland Adventure á Hvolsvelli. „Bara fengum tilkynningu um að þakið væri að fara af húsinu og það væri einhver þakpakki að fljúga hér um allt. Síðan bara kemur hann Sigurður Sveinsson, annar eigandi að fyrirtækinu og kíkir hingað inn og þá er bara allt í vatni og það er búið að vera vinna hérna við að ræsta gólfin og hérna þetta er mjög ljótt eins og þið sjáið, “ segir Arnar Gauti Markússon eigandi South Iceland Adventure. Arnar Gauti segir að strax hafi verið reynt að bjarga verðmætum. „Við náðum nú að bjarga tölvum og svona svoleiðis en náttúrulega þetta á eftir að verða ljótt. Það verður ekkert unnið hérna næstu vikurnar eða næstu mánuði hugsa ég, “ segir Arnar Gauti. Rafmagnslaust var um tíma á bæjum í Vestur-Landeyjum í dag meðal annars á bænum Akurey 2 þar sem kúabú er. Þak fór af hluta af fjósi sem þar er í gærkvöldi. „Ég hef aldrei upplifað annað eins djöfulsins læti, alveg bara svakalegt alveg. Fór þak af turnunum hérna og veggur sem er á milli turnanna, hann rifnaði af og svo var fjósþakið alveg við það að fara af. Ég setti bara rúllu, heyrúllu ofan á það, til að það tolldi á. Mér sýnist þetta bara vera ónýtt. Trúlegt að það verði bara að rífa það, “ segir Örvar Arason, bóndi á Akurey 2. „Ég hef aldrei séð svona slæmt veður hér á svæðinu. Bara mjög mikil mildi að ekki fór verr og ég held að það sé því að þakka að fólk bara fylgdist með og var ekkert á ferðinni að óþörfu. Það voru bara þeir á ferðinni sem þurftu að vera á ferðinni. Aðrir voru bara heima í rólegheitum, “ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sunnlendingar segjast ekki hafa upplifað annað eins óveður og í gær. Gámur fullur af búslóð tókst á loft, bíll lenti á húsvegg og þök rifnuðu af hlöðum á meðan að óveðrið gekk yfir. Um átta leytið í gærkvöldi varð sex manna fjölskylda, sem býr í Álfhólshjáleigu í Vestur-Landeyjum, vör við að gámur sem stóð við hús þeirra tókst á loft. Í gámnum var búslóð fjölskyldunnar „Hann fór á loft sko og fór nærri sex veltur og svo fór hann yfir sig þá opnaðist hurðin. Það var ekkert hægt að gera. Við reyndum að fara út en við bara fukum sko og ekkert hægt að festa þetta neitt niður, “ segir Sigurður Ágúst Rúnarsson fjölskyldufaðirinn. Fjölskyldan flutti í húsið fyrir fimm dögum og var megnið af búslóð þeirra enn inni í gámnum. „Það var bara nánast hér um bil öll búslóðin. Við erum bara búin að taka það helsta út. Við vorum bara að flytja. Svo fór bíllinn líka á hliðina á hlaðinu, vinnubíllinn og klessist upp að húsi þarna, “ segir Sigurður Ágúst. Hann segir ljóst að tjónið er töluvert en óvíst er hvort að það fáist bætt hjá tryggingarfélagi þeirra hjóna þar sem búslóðin var í gámnum en ekki innandyra. Sigurður Ágúst segir að fjölskyldan hafi fundið vel fyrir snörpustu vindhviðunum í gær. „Það segja mér menn að svona gámar geti fokið, 40 feta gámar, geti fokið í 60 metrum á sekúndu og þá hlýtur það að hafa verið það hérna í hviðunum,“ segir Sigurður Ágúst. Við Seljalandsfoss gekk mikið á í óveðrinu í gær en þar splundraðist veitingavagn sem þar stóð. „Veðrið hefur bara sprengt þetta gjörsamlega, “ segir Ellert Geir Ingvarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Hvolsvelli. Hann segir töluvert um tjón í sveitunum en flest séu vegna foks. „Það virðist vera töluvert og bara út um alla sveit bara, “ segir Ellert Geir. Björgunarsveitarmenn á svæðinu stóðu í ströngu á meðan að óveðrið gekk yfir í gærkvöldi og í nótt. Á nokkrum stöðum mynduðust það hættulegar aðstæður að ekki þótti óhætt fyrir þá að vera þar. Víða losnuðu þakplötur eða þakpappi af húsum. Þar á meðal af húsnæði fyrirtækisins South Iceland Adventure á Hvolsvelli. „Bara fengum tilkynningu um að þakið væri að fara af húsinu og það væri einhver þakpakki að fljúga hér um allt. Síðan bara kemur hann Sigurður Sveinsson, annar eigandi að fyrirtækinu og kíkir hingað inn og þá er bara allt í vatni og það er búið að vera vinna hérna við að ræsta gólfin og hérna þetta er mjög ljótt eins og þið sjáið, “ segir Arnar Gauti Markússon eigandi South Iceland Adventure. Arnar Gauti segir að strax hafi verið reynt að bjarga verðmætum. „Við náðum nú að bjarga tölvum og svona svoleiðis en náttúrulega þetta á eftir að verða ljótt. Það verður ekkert unnið hérna næstu vikurnar eða næstu mánuði hugsa ég, “ segir Arnar Gauti. Rafmagnslaust var um tíma á bæjum í Vestur-Landeyjum í dag meðal annars á bænum Akurey 2 þar sem kúabú er. Þak fór af hluta af fjósi sem þar er í gærkvöldi. „Ég hef aldrei upplifað annað eins djöfulsins læti, alveg bara svakalegt alveg. Fór þak af turnunum hérna og veggur sem er á milli turnanna, hann rifnaði af og svo var fjósþakið alveg við það að fara af. Ég setti bara rúllu, heyrúllu ofan á það, til að það tolldi á. Mér sýnist þetta bara vera ónýtt. Trúlegt að það verði bara að rífa það, “ segir Örvar Arason, bóndi á Akurey 2. „Ég hef aldrei séð svona slæmt veður hér á svæðinu. Bara mjög mikil mildi að ekki fór verr og ég held að það sé því að þakka að fólk bara fylgdist með og var ekkert á ferðinni að óþörfu. Það voru bara þeir á ferðinni sem þurftu að vera á ferðinni. Aðrir voru bara heima í rólegheitum, “ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira