Orðusvipting óháð mögulegu framboði Ólafs Ragnars til endurkjörs Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2015 12:55 Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira