Bubbi og DIMMA gefa út tvöfalda tónleikaplötu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2015 13:30 Það má búast við að þessi plata verði nokkuð góð. Samstarf Bubba Morthens og þungarokksveitarinnar DIMMU hefur slegið í gegn frá því að það var kynnt í lok árs 2014 og hefur eftirspurnin eftir þessum bræðingi verið gríðarlega mikil. Saman hafa þeir fyllt stærstu tónleikasali landsins og komu fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum síðastliðins sumars og nægir að nefna Þjóðhátíð, Eistnaflug, Hammondhátíð og Bræðsluna. DIMMA hefur fært tónlist Utangarðsmanna og Das Kapital í sinn þunga og harða búning og Bubbi smellpassar við sveitina enda hefur hann sjaldan verið harðari og í meiri rokkgír en einmitt núna. Í mars komu þessir félagar saman á tveimur stútfullum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sem þar sem hljóð og mynd voru tekin upp. Þessar upptökur koma núna út á tvöföldum geisla og mynddiski sem ber einfaldlega nafnið Bubbi OG DIMMA. Upptökur frá Bræðslunni 2015 koma með sem aukaefni á DVD diskinum en þar lék DIMMA nokkur af sínum þekktustu lögum áður en BUBBI steig á sviðið með þeim og tryllti stappfullan salinn með sínum mögnuðu rokklögum sem allir þekkja. Lög eins og Samband í Berlín, Hírósíma, Poppstjarnan og Blindsker fá að hljóma í ógurlegum útsetningum DIMMU. Frægt er orðið þegar ryðinu rigndi niður úr lofti braggans á Bræðslunni enda hefur annar eins kraftur sjaldan verið leystur þar úr læðingi þó að byggingin hafi staðið þarna í áratugi. Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikunum, þegar þessir mögnuðu listamenn tóku lagið Samband í Berlín eftir Utangarðsmenn. Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Samstarf Bubba Morthens og þungarokksveitarinnar DIMMU hefur slegið í gegn frá því að það var kynnt í lok árs 2014 og hefur eftirspurnin eftir þessum bræðingi verið gríðarlega mikil. Saman hafa þeir fyllt stærstu tónleikasali landsins og komu fram á mörgum af stærstu tónlistarhátíðum síðastliðins sumars og nægir að nefna Þjóðhátíð, Eistnaflug, Hammondhátíð og Bræðsluna. DIMMA hefur fært tónlist Utangarðsmanna og Das Kapital í sinn þunga og harða búning og Bubbi smellpassar við sveitina enda hefur hann sjaldan verið harðari og í meiri rokkgír en einmitt núna. Í mars komu þessir félagar saman á tveimur stútfullum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sem þar sem hljóð og mynd voru tekin upp. Þessar upptökur koma núna út á tvöföldum geisla og mynddiski sem ber einfaldlega nafnið Bubbi OG DIMMA. Upptökur frá Bræðslunni 2015 koma með sem aukaefni á DVD diskinum en þar lék DIMMA nokkur af sínum þekktustu lögum áður en BUBBI steig á sviðið með þeim og tryllti stappfullan salinn með sínum mögnuðu rokklögum sem allir þekkja. Lög eins og Samband í Berlín, Hírósíma, Poppstjarnan og Blindsker fá að hljóma í ógurlegum útsetningum DIMMU. Frægt er orðið þegar ryðinu rigndi niður úr lofti braggans á Bræðslunni enda hefur annar eins kraftur sjaldan verið leystur þar úr læðingi þó að byggingin hafi staðið þarna í áratugi. Hér að neðan má sjá upptöku frá tónleikunum, þegar þessir mögnuðu listamenn tóku lagið Samband í Berlín eftir Utangarðsmenn.
Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira