Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 23:12 Hermenn á götum Brussel í dag. vísir/getty Ekkert bendir til þess að hæsta viðbúnaðarstigi verði aflétt í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í borginni á föstudagskvöld og hafa yfirvöld í landinu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkaógn. Næsthæsta viðbúnaðarstig var í borginni liðna viku í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París föstudaginn 13. nóvember. Viðbúnaðarstigið var hins vegar hækkað, meðal annars vegna gruns um að einn höfuðpaura árásanna í París, Salah Abdeslam, sé í Brussel. Belgíska lögreglan hefur opnað fyrir sérstakt símanúmer fyrir almenning þar sem hægt er að koma upplýsingum á framfæri um hvar Abdeslam gæti verið að finna. Að því er fram kemur á vef Independent hafa belgískir fjölmiðlar birt fréttir af því síðustu daga hvar hann gæti verið en ekkert er staðfest í þeim efnum.Gæti verið með sprengjubelti í fórum sínum Tveir menn voru ákærðir í vikunni, grunaðir um að aðstoða Abdeslam við að komast frá París til Belgíu. Lögfræðingur annars þeirra sagði við belgíska sjónvarpsstöð í dag að skjólstæðingur sinn teldi Abdeslam mögulega eiga sprengjubelti. „Samkvæmt skjólstæðingi mínum var Salah mjög órólegur og gæti verið tilbúinn til að sprengja sig í loft upp,“ sagði lögfræðingur Carine Couquelet. Þá sagði hún mennina þrjá varla hafa talað saman á leiðinni frá París til Brussel. „Skjólstæðingur minn var mjög hræddur. Hann hefur ekki talað um nein vopn heldur um stóran jakka sem mögulega gæti verið sprengjubelti.“ Vopnaðir lögreglumenn og hermenn gengu um götur Brussel í dag. Þá var neðanjarðarlestarkerfið lokað sem og verslunarmiðstöðvar, kvikmyndahús, söfn og bílakjallarar. Knattspyrnuleikjum og tónleikum var aflýst, þar á meðal tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco sem halda átti á laugardagskvöld. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ekkert bendir til þess að hæsta viðbúnaðarstigi verði aflétt í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í borginni á föstudagskvöld og hafa yfirvöld í landinu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkaógn. Næsthæsta viðbúnaðarstig var í borginni liðna viku í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París föstudaginn 13. nóvember. Viðbúnaðarstigið var hins vegar hækkað, meðal annars vegna gruns um að einn höfuðpaura árásanna í París, Salah Abdeslam, sé í Brussel. Belgíska lögreglan hefur opnað fyrir sérstakt símanúmer fyrir almenning þar sem hægt er að koma upplýsingum á framfæri um hvar Abdeslam gæti verið að finna. Að því er fram kemur á vef Independent hafa belgískir fjölmiðlar birt fréttir af því síðustu daga hvar hann gæti verið en ekkert er staðfest í þeim efnum.Gæti verið með sprengjubelti í fórum sínum Tveir menn voru ákærðir í vikunni, grunaðir um að aðstoða Abdeslam við að komast frá París til Belgíu. Lögfræðingur annars þeirra sagði við belgíska sjónvarpsstöð í dag að skjólstæðingur sinn teldi Abdeslam mögulega eiga sprengjubelti. „Samkvæmt skjólstæðingi mínum var Salah mjög órólegur og gæti verið tilbúinn til að sprengja sig í loft upp,“ sagði lögfræðingur Carine Couquelet. Þá sagði hún mennina þrjá varla hafa talað saman á leiðinni frá París til Brussel. „Skjólstæðingur minn var mjög hræddur. Hann hefur ekki talað um nein vopn heldur um stóran jakka sem mögulega gæti verið sprengjubelti.“ Vopnaðir lögreglumenn og hermenn gengu um götur Brussel í dag. Þá var neðanjarðarlestarkerfið lokað sem og verslunarmiðstöðvar, kvikmyndahús, söfn og bílakjallarar. Knattspyrnuleikjum og tónleikum var aflýst, þar á meðal tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco sem halda átti á laugardagskvöld.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52