Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 23:12 Hermenn á götum Brussel í dag. vísir/getty Ekkert bendir til þess að hæsta viðbúnaðarstigi verði aflétt í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í borginni á föstudagskvöld og hafa yfirvöld í landinu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkaógn. Næsthæsta viðbúnaðarstig var í borginni liðna viku í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París föstudaginn 13. nóvember. Viðbúnaðarstigið var hins vegar hækkað, meðal annars vegna gruns um að einn höfuðpaura árásanna í París, Salah Abdeslam, sé í Brussel. Belgíska lögreglan hefur opnað fyrir sérstakt símanúmer fyrir almenning þar sem hægt er að koma upplýsingum á framfæri um hvar Abdeslam gæti verið að finna. Að því er fram kemur á vef Independent hafa belgískir fjölmiðlar birt fréttir af því síðustu daga hvar hann gæti verið en ekkert er staðfest í þeim efnum.Gæti verið með sprengjubelti í fórum sínum Tveir menn voru ákærðir í vikunni, grunaðir um að aðstoða Abdeslam við að komast frá París til Belgíu. Lögfræðingur annars þeirra sagði við belgíska sjónvarpsstöð í dag að skjólstæðingur sinn teldi Abdeslam mögulega eiga sprengjubelti. „Samkvæmt skjólstæðingi mínum var Salah mjög órólegur og gæti verið tilbúinn til að sprengja sig í loft upp,“ sagði lögfræðingur Carine Couquelet. Þá sagði hún mennina þrjá varla hafa talað saman á leiðinni frá París til Brussel. „Skjólstæðingur minn var mjög hræddur. Hann hefur ekki talað um nein vopn heldur um stóran jakka sem mögulega gæti verið sprengjubelti.“ Vopnaðir lögreglumenn og hermenn gengu um götur Brussel í dag. Þá var neðanjarðarlestarkerfið lokað sem og verslunarmiðstöðvar, kvikmyndahús, söfn og bílakjallarar. Knattspyrnuleikjum og tónleikum var aflýst, þar á meðal tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco sem halda átti á laugardagskvöld. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Ekkert bendir til þess að hæsta viðbúnaðarstigi verði aflétt í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í borginni á föstudagskvöld og hafa yfirvöld í landinu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkaógn. Næsthæsta viðbúnaðarstig var í borginni liðna viku í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París föstudaginn 13. nóvember. Viðbúnaðarstigið var hins vegar hækkað, meðal annars vegna gruns um að einn höfuðpaura árásanna í París, Salah Abdeslam, sé í Brussel. Belgíska lögreglan hefur opnað fyrir sérstakt símanúmer fyrir almenning þar sem hægt er að koma upplýsingum á framfæri um hvar Abdeslam gæti verið að finna. Að því er fram kemur á vef Independent hafa belgískir fjölmiðlar birt fréttir af því síðustu daga hvar hann gæti verið en ekkert er staðfest í þeim efnum.Gæti verið með sprengjubelti í fórum sínum Tveir menn voru ákærðir í vikunni, grunaðir um að aðstoða Abdeslam við að komast frá París til Belgíu. Lögfræðingur annars þeirra sagði við belgíska sjónvarpsstöð í dag að skjólstæðingur sinn teldi Abdeslam mögulega eiga sprengjubelti. „Samkvæmt skjólstæðingi mínum var Salah mjög órólegur og gæti verið tilbúinn til að sprengja sig í loft upp,“ sagði lögfræðingur Carine Couquelet. Þá sagði hún mennina þrjá varla hafa talað saman á leiðinni frá París til Brussel. „Skjólstæðingur minn var mjög hræddur. Hann hefur ekki talað um nein vopn heldur um stóran jakka sem mögulega gæti verið sprengjubelti.“ Vopnaðir lögreglumenn og hermenn gengu um götur Brussel í dag. Þá var neðanjarðarlestarkerfið lokað sem og verslunarmiðstöðvar, kvikmyndahús, söfn og bílakjallarar. Knattspyrnuleikjum og tónleikum var aflýst, þar á meðal tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco sem halda átti á laugardagskvöld.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52