Brussel enn í herkví Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Hermenn vakta verslunarmiðstöðina Galerie de la Reine í Brussel. Fréttablaðið/EPA Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“ Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira