Brussel enn í herkví Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Hermenn vakta verslunarmiðstöðina Galerie de la Reine í Brussel. Fréttablaðið/EPA Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“ Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent