Fótbolti

Zidane: Ég er ekki tilbúinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Zinedine Zidane hefur tekið fyrir að hann sé á leið í stjórastólinn hjá Real Madrid en eftir 4-0 tap liðsins fyrir Barcelona á laugardag er Rafael Benitez talinn afar valtur í sessi.

Benitez tók við Real fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en Zidane lék með félaginu frá 2001 til 2006 og hefur starfað þar sem þjálfari varaliðsins síðan í fyrra.

„Ég er þjálfari Castilla [varaliðs Real Madrid] og Benitez er þjálfari aðalliðsins. Hlutirnir eru góðu lagi sem stendur,“ sagði Zidane í samtali við fjölmiðla á Spáni. „Ef ég verð áfram hjá félaginu verður það sem þjálfari Castilla. Undir lok síðasta tímabils fannst mér eitthvað vanta upp hjá mér til að geta tekið við aðalliðinu.“

Zidane hefur þó áður sagt að hann vilji einn daginn taka við liði en Frakkinn er eins og gefur að skilja í miklum metum hjá stuðningsmönnum Real.

Benitez er sagður rýrður öllu trausti hjá leikmönnum liðsins, allra helst stórstjörnunni Cristiano Ronaldo, sem mun vera allt annað en sáttur við að hafa Benitez við stjórnvölinn hjá Real.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×