Bergþóra hlaut Indriðaverðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2015 17:30 Bergþóra Guðnadóttir má sjá hér til vinstri. vísir Fatahönnunarfélag Íslands veitti Indriðaverðlaunin í þriðja sinn á Uppskeruhátíð félagsins á laugardagskvöldið. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku og eru veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Markmið verðlaunanna er að veita framúrskarandi fatahönnuði viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. Í ár valdi dómnefnd þann sem þótti skara fram úr á árunum 2013-2015. Dómnefndina skipuðu þau Erna Hreinsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, Eyjólfur Pálsson, stofnandi EPAL, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, Katrín Káradóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2013 og Linda Björg Árnadóttir, lektor við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Dómnefndin komst einróma að þeirri niðurstöðu að sú sem að verðlaunin skyldi hljóta árið 2015 væri Bergþóra Guðnadóttir fyrir hönnun sína á fatamerkinu Farmers Market.Við val á hönnuði er litið til gæða hönnunarinnar allt frá hugmyndafræði til frágangs. Þegar kemur að góðri fatahönnun þarf ákveðið jafnvægi að ríkja milli sköpunargleðinnar og hins verklega. Hönnunarvinnan sem fer í hverja fatalínu er mikil og ferlið margslungið. Fjölmörg atriði koma við sögu í hönnunarferlinu, bæði stór og smá, en öll eru þau mikilvæg til að skapa vel heppnaða heildarmynd. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Fatahönnunarfélag Íslands veitti Indriðaverðlaunin í þriðja sinn á Uppskeruhátíð félagsins á laugardagskvöldið. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku og eru veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Markmið verðlaunanna er að veita framúrskarandi fatahönnuði viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. Í ár valdi dómnefnd þann sem þótti skara fram úr á árunum 2013-2015. Dómnefndina skipuðu þau Erna Hreinsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, Eyjólfur Pálsson, stofnandi EPAL, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, Katrín Káradóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2013 og Linda Björg Árnadóttir, lektor við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Dómnefndin komst einróma að þeirri niðurstöðu að sú sem að verðlaunin skyldi hljóta árið 2015 væri Bergþóra Guðnadóttir fyrir hönnun sína á fatamerkinu Farmers Market.Við val á hönnuði er litið til gæða hönnunarinnar allt frá hugmyndafræði til frágangs. Þegar kemur að góðri fatahönnun þarf ákveðið jafnvægi að ríkja milli sköpunargleðinnar og hins verklega. Hönnunarvinnan sem fer í hverja fatalínu er mikil og ferlið margslungið. Fjölmörg atriði koma við sögu í hönnunarferlinu, bæði stór og smá, en öll eru þau mikilvæg til að skapa vel heppnaða heildarmynd.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira