Spieth: Fimm risamót í golfinu á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 14:30 Jordan Spieth. Vísir/Getty Árið 2016 verður mjög stórt ár í golfinu því auk risamótanna fjögurra verða önnur stórmót, Ryder-bikarinn um mánaðarmótin september-október og svo golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í ágúst. Jordan Spieth, efsti maður heimslistans, bíður spenntur eftir komandi golfári og hann lítur á það að það verði í raun keppt á fimm risamótum á næsta ári. Ástæðan er að nú verður keppt í golfi á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn í meira en heila öld. Jordan Spieth verður að öllum líkindum einn af fjórum bandarískum kylfingum sem fá að keppa á leikunum svo framarlega að hann meiðist ekki eða hrapi niður heimslistann. „Bara það að keppa á sjálfum Ólympíuleikunum, labba inn á setningarhátíðinni, gista í Ólympíuþorpinu og hitta allt þetta frábæra íþróttafólk allstaðar af úr heiminum. Vonandi er það eitthvað sem ég fær að upplifa í ágúst," sagði Jordan Spieth á blaðamannafundi fyrir golfmót í Sydney. „Að ná að vinna gull á Ólympíuleikum er í mínum huga jafn merkilegt og að vinna risamót. Ég hef verið spurður um það hvort ég vildi frekar grænan jakka eða gullmedalíu en það er ekki sanngjörn spurning," sagði Jordan Spieth. Jordan Spieth átti frábært ár í ár en hann vann bæði Masters-mótið og opna bandaríska meistaramótið og varð síðan í öðru sæti PGA-meistaramótinu og í fjórða sæti á opna breska meistaramótinu. „Ég held að við kylfingar munum hugsa til leikanna eins og þeir séu fimmta risamótið. Við munum undirbúa okkur vel og með það markmið að vinna gullið," sagði Spieth. Sumir atvinnukylfinganna hafa gert lítið úr keppninni á Ólympíuleikunum en Spieth er einn af þeim sem dreymir um fyrsta Ólympíugull kylfings í meira en hundrað ár. Jordan Spieth.Vísir/Getty Golf Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Árið 2016 verður mjög stórt ár í golfinu því auk risamótanna fjögurra verða önnur stórmót, Ryder-bikarinn um mánaðarmótin september-október og svo golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í ágúst. Jordan Spieth, efsti maður heimslistans, bíður spenntur eftir komandi golfári og hann lítur á það að það verði í raun keppt á fimm risamótum á næsta ári. Ástæðan er að nú verður keppt í golfi á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn í meira en heila öld. Jordan Spieth verður að öllum líkindum einn af fjórum bandarískum kylfingum sem fá að keppa á leikunum svo framarlega að hann meiðist ekki eða hrapi niður heimslistann. „Bara það að keppa á sjálfum Ólympíuleikunum, labba inn á setningarhátíðinni, gista í Ólympíuþorpinu og hitta allt þetta frábæra íþróttafólk allstaðar af úr heiminum. Vonandi er það eitthvað sem ég fær að upplifa í ágúst," sagði Jordan Spieth á blaðamannafundi fyrir golfmót í Sydney. „Að ná að vinna gull á Ólympíuleikum er í mínum huga jafn merkilegt og að vinna risamót. Ég hef verið spurður um það hvort ég vildi frekar grænan jakka eða gullmedalíu en það er ekki sanngjörn spurning," sagði Jordan Spieth. Jordan Spieth átti frábært ár í ár en hann vann bæði Masters-mótið og opna bandaríska meistaramótið og varð síðan í öðru sæti PGA-meistaramótinu og í fjórða sæti á opna breska meistaramótinu. „Ég held að við kylfingar munum hugsa til leikanna eins og þeir séu fimmta risamótið. Við munum undirbúa okkur vel og með það markmið að vinna gullið," sagði Spieth. Sumir atvinnukylfinganna hafa gert lítið úr keppninni á Ólympíuleikunum en Spieth er einn af þeim sem dreymir um fyrsta Ólympíugull kylfings í meira en hundrað ár. Jordan Spieth.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira