Fótbolti

Zenit áfram með fullt hús | Leverkusen í basli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Artem Dzyuba skorar og skorar.
Artem Dzyuba skorar og skorar. vísir/getty
Zenit frá Pétursborg heldur áfram að valta yfir H-riðil Meistaradeildarinnar, en Rússlandsmeistararnir unnu öruggan 2-0 sigur gegn Valencia á heimavelli í fyrsta leik fimmtu leikviku í kvöld.

Oleg Shatov kom heimamönnum yfir á 15. mínútu og framherjinn stóri Artem Dzyuba innsiglaði sigurinn með sínu fjórða marki í Meistaradeildinni í ár, 2-0, á 74. mínútu.

Zenit er með 15 stig, ósigrað og með fullt hús stiga, á toppi H-riðils, en Valencia er í öðru sæti með sex stig þegar ein umferð er eftir.

Lyon tekur á móti Gent í kvöld og getur heldur betur komið sér í baráttuna um annað sætið með sigri. Gent er í þriðja sæti með fjögur stig en Lyon á botninum með eitt stig.

Bayer Leverkusen er í basli í E-riðlinum, en þýska liði heimsótti BATE Borisov til Hvíta-Rússlands´i kvöld og gerði aðeins jafntefli, 1-1.

Mikhail Gordeychuk kom heimamönnum yfir strax á annarri mínútu en Admir Mehmedi bjargaði stigi fyrir Bayer á 68. mínútu, 1-1.

Leverkusen er í þriðja sæti riðilsins með fimm stig en BATE á botninu með fjögur stig. Barcelona og Roma mætast í kvöld, en vinni Roma óvæntan sigur kemst það áfram í 16 liða úrslitin og skilur Leverkusen eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×