Símarnir drepa í bandarískri umferð Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2015 09:38 Notkun síma við akstur er hættulegur leikur. Í Bandaríkjunum varð 8,1% aukning dauðaslysa á fyrri helmingi þessa árs. Er það á skjön við þróunina á síðustu áratugum, en dauðaslysum í umferðinni hefur stöðugt fækkað. Snjallsímum er kennt um þá neikvæðu þróun sem orðið hefur á árinu, þó svo engar nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um ástæðurnar. Erfitt getur reynst að sanna að notkun snjallsíma hafi valdið áreksti, en þó hefur tilfellum fjölgað þar sem sést hefur að ökumenn hafa verið að eiga við síma sína í árekstrum. Í fyrra fækkaði dauðaslysum og aldrei, frá því mælingar hófust, hafa þau verið færri á hvern ekna mílu í Bandaríkjunum. Þar varð 1,07 dauðaslys á hverjar milljón eknar mílur. Heildarfjöldi dauðaslysa í fyrra í Bandaríkjunum var 32.675. Ekki hefur orðið eins mikil fjölgun dauðaslysa á milli ára og nú síðan árið 1977 og vekur það ugg. Akstur í Bandaríkjunum hefur aukist um 4% á þessu ári og lágt verð bensíns virðist hafa átt þátt í því. Leitt hefur verið að því getum að með lægra eldsneytisverði aki ungir ökumenn meira en á síðustu árum og að það gæti átt þátt í aukningu dauðaslysa. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru ekki viðurlög við notkun síma í akstri, né heldur öryggisbeltaskylda eða notkun hjálma fyrir mótorhjólafólk. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Í Bandaríkjunum varð 8,1% aukning dauðaslysa á fyrri helmingi þessa árs. Er það á skjön við þróunina á síðustu áratugum, en dauðaslysum í umferðinni hefur stöðugt fækkað. Snjallsímum er kennt um þá neikvæðu þróun sem orðið hefur á árinu, þó svo engar nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um ástæðurnar. Erfitt getur reynst að sanna að notkun snjallsíma hafi valdið áreksti, en þó hefur tilfellum fjölgað þar sem sést hefur að ökumenn hafa verið að eiga við síma sína í árekstrum. Í fyrra fækkaði dauðaslysum og aldrei, frá því mælingar hófust, hafa þau verið færri á hvern ekna mílu í Bandaríkjunum. Þar varð 1,07 dauðaslys á hverjar milljón eknar mílur. Heildarfjöldi dauðaslysa í fyrra í Bandaríkjunum var 32.675. Ekki hefur orðið eins mikil fjölgun dauðaslysa á milli ára og nú síðan árið 1977 og vekur það ugg. Akstur í Bandaríkjunum hefur aukist um 4% á þessu ári og lágt verð bensíns virðist hafa átt þátt í því. Leitt hefur verið að því getum að með lægra eldsneytisverði aki ungir ökumenn meira en á síðustu árum og að það gæti átt þátt í aukningu dauðaslysa. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru ekki viðurlög við notkun síma í akstri, né heldur öryggisbeltaskylda eða notkun hjálma fyrir mótorhjólafólk.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent