Svartur föstudagur aldrei eins stór hér á landi og í ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 15:02 vísir/anton/stefán Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira