Kjaraviðræður enn strand þrátt fyrir tugi sáttafunda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2015 13:18 Starfssemi álversins stöðvast ef af verkfallinu verður. vísir/gva Kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda fyrirtækisins eru enn strand þar sem stjórnendurnir neita að víkja frá kröfum sinni um að heimilt verði að bjóða út fleiri störf til verktöku. Rétt rúmir tveir sólarhringar eru í að verkfall starfsfólksins hefjist. Fulltrúar starfsmanna álversins hafa átt hátt í þrjátíu samningafundi í hjá Ríkissáttasemjara síðustu mánuði með stjórnendum fyrirtækisins í von um að leysa kjaradeilu þeirra. Krafa starfsmannanna hefur verið sú að fá sömu launahækkanir og hafa orðið á almennum vinnumarkaði. Svo virðist sem að samninganefndirnar hafi að mestu leyti náð saman um launamál og sérkröfur. Guðmundur Ragnarssonvísir/anton brink Gerð nýrra kjarasamninga strandar hins vegar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að um allt að eitt hundrað störf geti verið að ræða sem sé nokkuð stór hluti af þrjú hundruð og fimmtíu manna starfsmannahópi. Hann segir það óskiljanlegt að fyrirtækið haldi svo kröfunni til streitu. „Þetta er eitthvað prinsipp sem að þeir hafa að vísu verið að reyna að ná bara um allan heim í sínum verksmiðjum þannig að ég veit ekki hvað það er. Svo er náttúrulega hin hliðin á þessu það er það að maður er svona farinn að hugsa það meira og meira, að það sé verið að reyna að búa til gaffal á íslensk stjórnvöld og jafnvel Landsvirkjun, um það að þeir fái lækkun á raforkusamningnum sem er talsvert dýrari heldur en hjá hinum álfyrirtækjunum,“ segir Guðmundur Hann segir gjörsamlega óskiljanlegt að einhverjum detti það í hug að fyrirtæki, sem velti jafn mikið og álverið gerir, ætli sér að loka heilli verksmiðju til að spara þrjátíu til fimmtíu milljónir. „Það er þá orðinn skrýtinn allur þessi bisness. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur. Samninganefndirnar hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Verkfall starfsmanna álversins hefst svo á miðnætti á þriðjudaginn ef nýir kjarasamningar verða ekki undirritaðir fyrir þann tíma. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda fyrirtækisins eru enn strand þar sem stjórnendurnir neita að víkja frá kröfum sinni um að heimilt verði að bjóða út fleiri störf til verktöku. Rétt rúmir tveir sólarhringar eru í að verkfall starfsfólksins hefjist. Fulltrúar starfsmanna álversins hafa átt hátt í þrjátíu samningafundi í hjá Ríkissáttasemjara síðustu mánuði með stjórnendum fyrirtækisins í von um að leysa kjaradeilu þeirra. Krafa starfsmannanna hefur verið sú að fá sömu launahækkanir og hafa orðið á almennum vinnumarkaði. Svo virðist sem að samninganefndirnar hafi að mestu leyti náð saman um launamál og sérkröfur. Guðmundur Ragnarssonvísir/anton brink Gerð nýrra kjarasamninga strandar hins vegar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að um allt að eitt hundrað störf geti verið að ræða sem sé nokkuð stór hluti af þrjú hundruð og fimmtíu manna starfsmannahópi. Hann segir það óskiljanlegt að fyrirtækið haldi svo kröfunni til streitu. „Þetta er eitthvað prinsipp sem að þeir hafa að vísu verið að reyna að ná bara um allan heim í sínum verksmiðjum þannig að ég veit ekki hvað það er. Svo er náttúrulega hin hliðin á þessu það er það að maður er svona farinn að hugsa það meira og meira, að það sé verið að reyna að búa til gaffal á íslensk stjórnvöld og jafnvel Landsvirkjun, um það að þeir fái lækkun á raforkusamningnum sem er talsvert dýrari heldur en hjá hinum álfyrirtækjunum,“ segir Guðmundur Hann segir gjörsamlega óskiljanlegt að einhverjum detti það í hug að fyrirtæki, sem velti jafn mikið og álverið gerir, ætli sér að loka heilli verksmiðju til að spara þrjátíu til fimmtíu milljónir. „Það er þá orðinn skrýtinn allur þessi bisness. Ég verð að segja það,“ segir Guðmundur. Samninganefndirnar hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Verkfall starfsmanna álversins hefst svo á miðnætti á þriðjudaginn ef nýir kjarasamningar verða ekki undirritaðir fyrir þann tíma.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira