Líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 08:47 Frá gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm Samtökin ´78 sendu frá sér yfirlýsingu í morgun vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara að gera lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka mál sem varða kærur samtakanna vegna hatursummæla í garð hinsegin fólks.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en í október kærðu Samtökin ´78 ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna vegna hatursummæla. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Í yfirlýsingu samtakanna segir meðal annars: „Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga.“ Þá líta samtökin á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu: „Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.“ Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.Forsaga málsins er sú að í apríl á þessu ári lögðu Samtökin ´78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla sem þau telja að falli með skýrum hætti undir 233. grein a. almennra hegningarlaga. Ákvæðið kveður meðal annars á um að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsinæm.Í lok september bárust Samtökunum ‘78 bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að embættið hefði ákveðið að vísa öllum átta kærunum sem heyra undir embættið frá án rannsóknar þar sem þær þættu ekki líklegar til sakfellis. Samtökin ‘78 kærðu allar þær ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara þann 7. október 2015. Í rökstuðningi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara, sem settur var fram í tilefni af fyrrgreindum kærum samtakanna, kemur fram að lögreglustjórinn telji að ummælin falli öll undir ákvæði íslenskra laga um tjáningarfrelsi.Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga. Meðal annars með hliðsjón af því að heimilt sé að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga vegna réttinda annarra til að njóta friðhelgis einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa málunum frá án rannsóknar eru því allar felldar niður og er lögreglustjóranum gert skylt að hefja rannsókn á því hvort hin kærðu ummæli teljist refsinæm.Samtökin ´78 líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu. Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð. Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Samtökin ´78 sendu frá sér yfirlýsingu í morgun vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara að gera lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka mál sem varða kærur samtakanna vegna hatursummæla í garð hinsegin fólks.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en í október kærðu Samtökin ´78 ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna vegna hatursummæla. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Í yfirlýsingu samtakanna segir meðal annars: „Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga.“ Þá líta samtökin á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu: „Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.“ Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.Forsaga málsins er sú að í apríl á þessu ári lögðu Samtökin ´78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla sem þau telja að falli með skýrum hætti undir 233. grein a. almennra hegningarlaga. Ákvæðið kveður meðal annars á um að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsinæm.Í lok september bárust Samtökunum ‘78 bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að embættið hefði ákveðið að vísa öllum átta kærunum sem heyra undir embættið frá án rannsóknar þar sem þær þættu ekki líklegar til sakfellis. Samtökin ‘78 kærðu allar þær ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara þann 7. október 2015. Í rökstuðningi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara, sem settur var fram í tilefni af fyrrgreindum kærum samtakanna, kemur fram að lögreglustjórinn telji að ummælin falli öll undir ákvæði íslenskra laga um tjáningarfrelsi.Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga. Meðal annars með hliðsjón af því að heimilt sé að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga vegna réttinda annarra til að njóta friðhelgis einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa málunum frá án rannsóknar eru því allar felldar niður og er lögreglustjóranum gert skylt að hefja rannsókn á því hvort hin kærðu ummæli teljist refsinæm.Samtökin ´78 líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu. Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.
Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00
Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00