Jón Daði: Gat verið afslappaður eftir að ég skrifaði undir hjá Kaiserslautern Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2015 12:30 Jón Daði tekur nú skrefið upp á við og spilar í næst bestu deild Þýskalands. mynd/vikingfk.no Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði kveðjuleik sinn fyrir Viking á sunnudagskvöldið líkt og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Íslenska tvíeykið kvaddi með 3-1 sigri á Mjöndalen. „Það var gott að klára þetta með sigri og nú tekst ég á við ný verkefni með nýju félagi,“ sagði Jón Daði í viðtali í Akraborginni í gær, en hann heldur nú til þýska stórliðsins Kaiserslautern.Sjá einnig:Selfoss verður af milljónum þar sem Jón Daði fer frítt Jón Daði er sáttur við fyrstu þrjú árin sín í atvinnumennskunni og þakkar Viking fyrir góða tíma. „Þetta var upp og niður. Þetta er minn fyrsti atvinnumannaklúbbur eftir að ég kom beint frá Selfossi 2013. Maður lærði alveg helling og er búinn að þroskast mikiðá stuttum tíma. Maður getur þakkað Viking fyrir að gera mig að betri leikmanni,“ sagði Jón Daði.Jón Daði í baráttunni gegn Tékklandi í fræknum sigri strákanna okkar í sumar.vísir/ernirHundfúll og reiður Hann gengur nú brátt formlega í raðir Kaiserslautern sem spilar í þýsku 2. deildinni. Hann hefði getað hafið tímabilið með Kaiserslautern sem reyndi margsinnis að kaupa Jón Daða frá Viking. Norska félagið var þó ekki á því að selja íslenska landsliðsmanninn. Það valdi frekar að halda Jóni Daða og reyna að komast í Evrópukeppni með hann innanborðs því á þeim tíma var liðið í Evrópubaráttu í deildinni og inn í bikarnum. „Ég get alveg sagt að þessum tíma var ég hundfúll og reiður. Stjórnin og þeir vissu alveg af því. Þessi blessaði bolti er bara viðskipti og ég hafði engan annan kost en að halda áfram,“ sagði Jón Daði.Jón Daði kvaddi Viking á sama tíma og Indriði Sigurðsson.mynd/vikingfk.noFór ekki í fýlu Það verður ekki annað sagt en ákvörðunin hafi verið hárrétt hjá Viking því Jón Daði fór á mikinn skrið og skoraði sex mörk og gaf sjö stoðsendingar í deild og bikar á seinni hluta tímabilsins. „Maður varð bara að spýta í lófana og bretta upp ermarnar. Þetta var spurning um hvort maður ætti að vera í fýlu út í horni og spila illa eða hvort maður ætti að hífa sig upp og gera það besta úr þessu,“ sagði Jón Daði. „Þetta var samt hundfúlt og langbest hefði verið fyrir mig að fara um mitt sumarið og fá undirbúningstímabil með Kaiserslautern en Viking hafnaði öllum tilboðunum.“ „Ég fór samt út og skrifaði undir. Það hjálpaði líka því þá var framtíðin komin í ljós og þá gat maður mætt afslappaður í leikina sem eftir voru,“ sagði Jón Daði.Jón Daði fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki.vísir/anton brinkEkkert gefið í þessu Hann verður löglegur með Kaiserslautern um áramótin en 2. deildin í Þýskalandi hefst aftur í febrúar eftir vetrarfrí. Hann er bjartsýnn á að fá að spila þar. „Ég finn fyrir miklu trausti. Þjálfarinn er spenntur fyrir mér sem er mjög jákvætt. Ég reikna með að fá spiltíma en þetta er undir manni sjálfum komið eins og alltaf,“ sagði Jón Daði. „Það er ekkert gefið í þessu. Maður mætir með það markmið að byrja eins marga leiki og maður getur og vonandi skora mörk og hjálpa liðinu. Vonandi helst maður svo heill fyrir þetta frábæra mót sem íslenska landsliðið er að fara í,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Þýski boltinn Tengdar fréttir Viking hafnar öðru tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska úrvalsdeildarliðið virðist ekki ætla að selja íslenska landsliðsmanninn. 3. júlí 2015 10:10 Höfnuðu tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska liðið Viking hafnaði tilboði þýska B-deildarfélagsins Kaiserslautern í Jón Daða Böðvarsson. 30. júní 2015 12:41 Kaiserslautern býður aftur í Jón Daða Þýska 2. deildar liðið vill fá íslenska landsliðsmanninn og reynir aftur eftir að fá nei síðast. 2. júlí 2015 14:22 Jón Daði búinn að gera tveggja og hálfs árs samning við Kaiserslautern Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson gengur til liðs við þýska b-deildarliðið Kaiserslautern í síðasta lagi um næstu áramót en Kaiserslautern tilkynnti um samning félagins og Jóns Daða á heimasíðu sinni í kvöld. 17. júlí 2015 19:13 Enn einu tilboðinu í Jón Daða hafnað Kaiserslautern sagt hafa boðið 58 milljónir króna í Jón Daða Böðvarsson. 13. júlí 2015 13:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði kveðjuleik sinn fyrir Viking á sunnudagskvöldið líkt og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Íslenska tvíeykið kvaddi með 3-1 sigri á Mjöndalen. „Það var gott að klára þetta með sigri og nú tekst ég á við ný verkefni með nýju félagi,“ sagði Jón Daði í viðtali í Akraborginni í gær, en hann heldur nú til þýska stórliðsins Kaiserslautern.Sjá einnig:Selfoss verður af milljónum þar sem Jón Daði fer frítt Jón Daði er sáttur við fyrstu þrjú árin sín í atvinnumennskunni og þakkar Viking fyrir góða tíma. „Þetta var upp og niður. Þetta er minn fyrsti atvinnumannaklúbbur eftir að ég kom beint frá Selfossi 2013. Maður lærði alveg helling og er búinn að þroskast mikiðá stuttum tíma. Maður getur þakkað Viking fyrir að gera mig að betri leikmanni,“ sagði Jón Daði.Jón Daði í baráttunni gegn Tékklandi í fræknum sigri strákanna okkar í sumar.vísir/ernirHundfúll og reiður Hann gengur nú brátt formlega í raðir Kaiserslautern sem spilar í þýsku 2. deildinni. Hann hefði getað hafið tímabilið með Kaiserslautern sem reyndi margsinnis að kaupa Jón Daða frá Viking. Norska félagið var þó ekki á því að selja íslenska landsliðsmanninn. Það valdi frekar að halda Jóni Daða og reyna að komast í Evrópukeppni með hann innanborðs því á þeim tíma var liðið í Evrópubaráttu í deildinni og inn í bikarnum. „Ég get alveg sagt að þessum tíma var ég hundfúll og reiður. Stjórnin og þeir vissu alveg af því. Þessi blessaði bolti er bara viðskipti og ég hafði engan annan kost en að halda áfram,“ sagði Jón Daði.Jón Daði kvaddi Viking á sama tíma og Indriði Sigurðsson.mynd/vikingfk.noFór ekki í fýlu Það verður ekki annað sagt en ákvörðunin hafi verið hárrétt hjá Viking því Jón Daði fór á mikinn skrið og skoraði sex mörk og gaf sjö stoðsendingar í deild og bikar á seinni hluta tímabilsins. „Maður varð bara að spýta í lófana og bretta upp ermarnar. Þetta var spurning um hvort maður ætti að vera í fýlu út í horni og spila illa eða hvort maður ætti að hífa sig upp og gera það besta úr þessu,“ sagði Jón Daði. „Þetta var samt hundfúlt og langbest hefði verið fyrir mig að fara um mitt sumarið og fá undirbúningstímabil með Kaiserslautern en Viking hafnaði öllum tilboðunum.“ „Ég fór samt út og skrifaði undir. Það hjálpaði líka því þá var framtíðin komin í ljós og þá gat maður mætt afslappaður í leikina sem eftir voru,“ sagði Jón Daði.Jón Daði fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki.vísir/anton brinkEkkert gefið í þessu Hann verður löglegur með Kaiserslautern um áramótin en 2. deildin í Þýskalandi hefst aftur í febrúar eftir vetrarfrí. Hann er bjartsýnn á að fá að spila þar. „Ég finn fyrir miklu trausti. Þjálfarinn er spenntur fyrir mér sem er mjög jákvætt. Ég reikna með að fá spiltíma en þetta er undir manni sjálfum komið eins og alltaf,“ sagði Jón Daði. „Það er ekkert gefið í þessu. Maður mætir með það markmið að byrja eins marga leiki og maður getur og vonandi skora mörk og hjálpa liðinu. Vonandi helst maður svo heill fyrir þetta frábæra mót sem íslenska landsliðið er að fara í,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Þýski boltinn Tengdar fréttir Viking hafnar öðru tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska úrvalsdeildarliðið virðist ekki ætla að selja íslenska landsliðsmanninn. 3. júlí 2015 10:10 Höfnuðu tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska liðið Viking hafnaði tilboði þýska B-deildarfélagsins Kaiserslautern í Jón Daða Böðvarsson. 30. júní 2015 12:41 Kaiserslautern býður aftur í Jón Daða Þýska 2. deildar liðið vill fá íslenska landsliðsmanninn og reynir aftur eftir að fá nei síðast. 2. júlí 2015 14:22 Jón Daði búinn að gera tveggja og hálfs árs samning við Kaiserslautern Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson gengur til liðs við þýska b-deildarliðið Kaiserslautern í síðasta lagi um næstu áramót en Kaiserslautern tilkynnti um samning félagins og Jóns Daða á heimasíðu sinni í kvöld. 17. júlí 2015 19:13 Enn einu tilboðinu í Jón Daða hafnað Kaiserslautern sagt hafa boðið 58 milljónir króna í Jón Daða Böðvarsson. 13. júlí 2015 13:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Sjá meira
Viking hafnar öðru tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska úrvalsdeildarliðið virðist ekki ætla að selja íslenska landsliðsmanninn. 3. júlí 2015 10:10
Höfnuðu tilboði Kaiserslautern í Jón Daða Norska liðið Viking hafnaði tilboði þýska B-deildarfélagsins Kaiserslautern í Jón Daða Böðvarsson. 30. júní 2015 12:41
Kaiserslautern býður aftur í Jón Daða Þýska 2. deildar liðið vill fá íslenska landsliðsmanninn og reynir aftur eftir að fá nei síðast. 2. júlí 2015 14:22
Jón Daði búinn að gera tveggja og hálfs árs samning við Kaiserslautern Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson gengur til liðs við þýska b-deildarliðið Kaiserslautern í síðasta lagi um næstu áramót en Kaiserslautern tilkynnti um samning félagins og Jóns Daða á heimasíðu sinni í kvöld. 17. júlí 2015 19:13
Enn einu tilboðinu í Jón Daða hafnað Kaiserslautern sagt hafa boðið 58 milljónir króna í Jón Daða Böðvarsson. 13. júlí 2015 13:00