Hyundai hannar Genesis flaggskip Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 11:25 Svona kemur Genesis G90 til með að líta út. worldcarfans Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Hyundai er full alvara með stofnun nýrrar lúxusbíladeildar og hefur nú hannað flaggskip í þann flota sem fær nafnið Genesis G90. Heiti nýrrar lúxusbíladeildar verður Genesis og fá því allir bílar hennar það nafn og greinilega einhverja stafi í endann. Genesis G90 kemur til með að leysa af hólmi Hyundai Equus og verður framleiðslu hans hætt í kjölfarið. Genesis verður hlaðinn tækninýjungum og hannaður sem lúxusbíll af stærri gerðinni og sportlegur að auki. Til stendur að Genesis flotinn samanstandi af minnst 5 bílgerðum árið 2020. Genesis verður lágur og langur bíll með stóru húddi, smáum gluggum til að auka á sportlegt útlit og stekar línur og stórt grill til að ná fram sterkum karakter. Ekki er ljóst hvenær til stendur að hefja framleiðslu Genesis G90.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent