Lettinn treður sér bókstaflega inn í hjörtu stuðningsmanna Knicks | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 17:00 Kristaps Porzingis nýtir sentimetrana 221 mjög vel. vísir/getty Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis: NBA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Lettneski kraftframherjinn Kristaps Porzingis var valinn fjórði af New York Nicks í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar, en þessi tvítugi strákur spilaði áður með Sevilla á Spáni. Stuðningsmenn New York Knicks voru vægast sagt ósáttir með valið, en fjölmargir þeirra voru í salnum þegar David Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, tilkynnti um hvaða leikmann Knicks vildi fá. Baulað var hátt á greyið Lettann sem þurfti að fara upp á svið á stærstu stund ævi sinnar vitandi að enginn þeirra sem í salnum voru vildi fá hann. Einum ungum dreng var svo mikið niðri fyrir að hann brast næstum því í grát. Hann, eins og flestir aðrir, vildi ekki sjá Lettann hjá Knicks. Baulað á Porzingis:Kristaps Porzingis.vísir/gettyPorzingis var ekkert að væla yfir þessu heldur svarar hann bara með öflugri frammistöðu á vellinum. Hann hefur byrjað alla leiki Knicks á tímabilinu og er að skora 11,8 stig að meðaltali og taka 8,3 fráköst á þeim 23,7 mínútum sem hann spilar. Í fyrsta leiknum gegn Milwaukee Bucks skoraði hann 16 stig og hitti af níu af tólf skotum sínum úr teignum auk þess sem hann tók fimm fráköst. Hann fylgdi því svo aftur með tíu stigum og átta fráköstum gegn Atlanta í öðrum leik. Þrátt fyrir að vera 221 cm á hæð er hann nokkuð lipur eins og sást í leiknum gegn Atlanta þegar hann stal boltanum, óð upp völlinn, tók léttan snúning framhjá varnarmanni og tróð með látum. Stolinn bolti, snúningur og troðsla gegn Atlanta: Porzingis á margt eftir ólært en hann byrjar vel og er nokkuð ljóst að Knicks valdi ekki köttinn í sekknum í nýliðavalinu að þessu sinni. Lettinn hávaxni er líka að troða sér inn í hjörtu stuðningsmanna New York Knicks í bókstaflegri merkingu. Hann er nánast búinn að gera það að listgrein að fylgja eftir skotum félaga sinna með kraftmiklum troðslum. Það er vissulega nóg af skotum til að fylgja eftir þegar þú spilar með Carmelo Anthony, en Porzingis tók sig til og tróð yfir þrjá leikmenn Toronto Raptors í einu í nótt þegar hann fylgdi eftir einu skoti frá Melo. Hana má sjá hér að neðan sem og safn af svipuðum troðslum sem Youtube-síða NBA-deildarinnar tók saman.Troðslan gegn Toronto Iðnartroðslur Porzingis:
NBA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum