Lars: Áskorun að þjálfa mann eins og Zlatan Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:30 Lars Lagerbäck fór tvisvar á HM og tvisvar á EM með Zlatan. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic, leikmaður PSG og einn besti fótboltamaður heims, verður í eldlínunni með sænska landsliðinu á næstu dögum þegar það mætir Danmörku í Norðurlandaslag um eitt laust sæti á EM í Frakklandi. Zlatan hefur að vanda farið mikinn í aðdraganda leikjanna og sagði í viðtali á dögunum að Evrópumótið yrði ekki eins án sín.Sjá einnig:Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann segir að stórmót verði tómlegra án sín, en hann sagði það sama um HM í Brasilíu eftir að Portúgal afgreiddi Svía í umspili fyrir heimsmeistaramótið í nóvember 2013. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þjálfaði Zlatan hjá sænska landsliðinu í átta ár frá 2001-2009 og fór með honum á fjögur stórmót. Hann var spurður út í þessi ummæli Zlatans á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Póllands í gær. „Hann hefur mikið sjálfstraust,“ sagði Lars en benti mönnum nú á að þetta væri líka sálfræðistríð hjá hinum bráðskarpa Zlatan. „Hann er klár og hefur gaman að því að segja svona hluti. Þið verðið að taka þessu með smá fyrirvara,“ sagði Lars.Lars og Zlatan á blaðamannafundi árið 2008.vísir/gettyÞarf að byggja í kringum þann besta Lars sagðist ekki geta spáð fyrir um hvort sínir gömlu félagar og samlandar komist í gegnum danska liðið og tryggi sér farseðilinn á EM. „Ég hef bara ekki séð neina leiki því við erum alltaf að spila á sama tíma,“ sagði hann. „Eins og þið vitið hefur sænska liðið ekki náð góðum úrslitum að undanförnu og því er pressa á því. Þetta verða hörkuleikir eins og eru alltaf á milli þessara þjóða því þetta er nágrannaslagur.“Sjá einnig:Strákarnir spila í Abu Dhabi í janúar Aðspurður hvernig það væri að þjálfa Zlatan sagði Lars það ekki auðvelt. Ástæðan er ekki að hann sé svo erfiður - þó Lars hafi reyndar einu sinni hent honum úr landsliðinu - heldur er stundum erfitt að vera með svona frábæran mann í liðinu. „Það er áskorun fyrir þjálfara að vera með svona yfirburðarmann í sínu liði. Fótbolti er liðsíþrótt og maður þarf að reyna að kreista það besta út úr öllum leikmönnunum,“ sagði Lars. „Þjálfarar með svona leikmenn innan sinna raða verða að byggja í kringum hann og ná jafnvægi með því að fá það besta út úr honum sem og öðrum leikmönnum. Þetta er það sem Pólland hefur gert með Robert Lewandowski,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57 Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður PSG og einn besti fótboltamaður heims, verður í eldlínunni með sænska landsliðinu á næstu dögum þegar það mætir Danmörku í Norðurlandaslag um eitt laust sæti á EM í Frakklandi. Zlatan hefur að vanda farið mikinn í aðdraganda leikjanna og sagði í viðtali á dögunum að Evrópumótið yrði ekki eins án sín.Sjá einnig:Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann segir að stórmót verði tómlegra án sín, en hann sagði það sama um HM í Brasilíu eftir að Portúgal afgreiddi Svía í umspili fyrir heimsmeistaramótið í nóvember 2013. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þjálfaði Zlatan hjá sænska landsliðinu í átta ár frá 2001-2009 og fór með honum á fjögur stórmót. Hann var spurður út í þessi ummæli Zlatans á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Póllands í gær. „Hann hefur mikið sjálfstraust,“ sagði Lars en benti mönnum nú á að þetta væri líka sálfræðistríð hjá hinum bráðskarpa Zlatan. „Hann er klár og hefur gaman að því að segja svona hluti. Þið verðið að taka þessu með smá fyrirvara,“ sagði Lars.Lars og Zlatan á blaðamannafundi árið 2008.vísir/gettyÞarf að byggja í kringum þann besta Lars sagðist ekki geta spáð fyrir um hvort sínir gömlu félagar og samlandar komist í gegnum danska liðið og tryggi sér farseðilinn á EM. „Ég hef bara ekki séð neina leiki því við erum alltaf að spila á sama tíma,“ sagði hann. „Eins og þið vitið hefur sænska liðið ekki náð góðum úrslitum að undanförnu og því er pressa á því. Þetta verða hörkuleikir eins og eru alltaf á milli þessara þjóða því þetta er nágrannaslagur.“Sjá einnig:Strákarnir spila í Abu Dhabi í janúar Aðspurður hvernig það væri að þjálfa Zlatan sagði Lars það ekki auðvelt. Ástæðan er ekki að hann sé svo erfiður - þó Lars hafi reyndar einu sinni hent honum úr landsliðinu - heldur er stundum erfitt að vera með svona frábæran mann í liðinu. „Það er áskorun fyrir þjálfara að vera með svona yfirburðarmann í sínu liði. Fótbolti er liðsíþrótt og maður þarf að reyna að kreista það besta út úr öllum leikmönnunum,“ sagði Lars. „Þjálfarar með svona leikmenn innan sinna raða verða að byggja í kringum hann og ná jafnvægi með því að fá það besta út úr honum sem og öðrum leikmönnum. Þetta er það sem Pólland hefur gert með Robert Lewandowski,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57 Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57
Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00