Anton afturgenginn Óttar Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Aldargömul umræða um miðla og skyggnilýsingar blossaði upp á dögunum. Getur einhver náð vitrænu sambandi við annan heim? Nýlega hitti ég drykkfelldan, atvinnulausan miðil fyrir utan Borgarleikhúsið. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að Anton Chekhov leikskáld gengi aftur í leikhúsinu. Skáldið ráfaði friðlaust um í leit að einhverjum sem bæri ábyrgð á uppsetningunni á Mávinum. Hann heyrðist muldra fyrir munni sér í sífellu: „Mávurinn átti að gerast meðal rússneskra aðalsmanna í sumarhúsi. Þeir klæddust hörfötum og drukku kampavín. Ég kannast ekkert við þetta íslenska hyski í flíspeysum í orlofsbústað sem var á sviðinu. Rússnesk hámenning vék fyrir drykkjulátum með bjór, karókí, bölvi og ragni og Bubba Morthens. Þetta er ekki leikritið mitt heldur skopstæling eða skrípaleikur. Hvað með höfundarréttinn?“ Ég fór á sýningu á Mávinum um daginn og skil Anton ágætlega. Hann verður samt að hætta þessu væli. Allir vita að leikhúsin mega taka leikverk og breyta þeim að vild. Lokasenan í Hamlet má breytast í klæðskiptingapartí. Fjalla-Eyvindur má enda sem þunglyndur jarðfræðingur. Breyta má Skugga-Sveini í lipran ballettkennara og Trójudætrum í súludansmeyjar. Bjartur í Sumarhúsum er barnaperri með lán hjá Kaupþingi. Allt má í leikhúsinu. Umræðan um höfundarrétt fjallar bara um niðurhal á netinu og höfunda sem halda að þeir eigi sín eigin hugverk. Í ríkisleikhúsunum eiga leikstjórarnir verkin og geta breytt þeim í takt við eigin hugaróra. Anton ráfaði um leikhúsið tautandi: „Hvar eru allir listamennirnir sem mótmæla höfundarréttarbrotum á netinu? Af hverju koma þeir mér ekki til hjálpar. Verð ég að hafa samband við Pútín?“ Hann settist niður og grét beisklega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun
Aldargömul umræða um miðla og skyggnilýsingar blossaði upp á dögunum. Getur einhver náð vitrænu sambandi við annan heim? Nýlega hitti ég drykkfelldan, atvinnulausan miðil fyrir utan Borgarleikhúsið. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að Anton Chekhov leikskáld gengi aftur í leikhúsinu. Skáldið ráfaði friðlaust um í leit að einhverjum sem bæri ábyrgð á uppsetningunni á Mávinum. Hann heyrðist muldra fyrir munni sér í sífellu: „Mávurinn átti að gerast meðal rússneskra aðalsmanna í sumarhúsi. Þeir klæddust hörfötum og drukku kampavín. Ég kannast ekkert við þetta íslenska hyski í flíspeysum í orlofsbústað sem var á sviðinu. Rússnesk hámenning vék fyrir drykkjulátum með bjór, karókí, bölvi og ragni og Bubba Morthens. Þetta er ekki leikritið mitt heldur skopstæling eða skrípaleikur. Hvað með höfundarréttinn?“ Ég fór á sýningu á Mávinum um daginn og skil Anton ágætlega. Hann verður samt að hætta þessu væli. Allir vita að leikhúsin mega taka leikverk og breyta þeim að vild. Lokasenan í Hamlet má breytast í klæðskiptingapartí. Fjalla-Eyvindur má enda sem þunglyndur jarðfræðingur. Breyta má Skugga-Sveini í lipran ballettkennara og Trójudætrum í súludansmeyjar. Bjartur í Sumarhúsum er barnaperri með lán hjá Kaupþingi. Allt má í leikhúsinu. Umræðan um höfundarrétt fjallar bara um niðurhal á netinu og höfunda sem halda að þeir eigi sín eigin hugverk. Í ríkisleikhúsunum eiga leikstjórarnir verkin og geta breytt þeim í takt við eigin hugaróra. Anton ráfaði um leikhúsið tautandi: „Hvar eru allir listamennirnir sem mótmæla höfundarréttarbrotum á netinu? Af hverju koma þeir mér ekki til hjálpar. Verð ég að hafa samband við Pútín?“ Hann settist niður og grét beisklega.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun