Anton afturgenginn Óttar Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Aldargömul umræða um miðla og skyggnilýsingar blossaði upp á dögunum. Getur einhver náð vitrænu sambandi við annan heim? Nýlega hitti ég drykkfelldan, atvinnulausan miðil fyrir utan Borgarleikhúsið. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að Anton Chekhov leikskáld gengi aftur í leikhúsinu. Skáldið ráfaði friðlaust um í leit að einhverjum sem bæri ábyrgð á uppsetningunni á Mávinum. Hann heyrðist muldra fyrir munni sér í sífellu: „Mávurinn átti að gerast meðal rússneskra aðalsmanna í sumarhúsi. Þeir klæddust hörfötum og drukku kampavín. Ég kannast ekkert við þetta íslenska hyski í flíspeysum í orlofsbústað sem var á sviðinu. Rússnesk hámenning vék fyrir drykkjulátum með bjór, karókí, bölvi og ragni og Bubba Morthens. Þetta er ekki leikritið mitt heldur skopstæling eða skrípaleikur. Hvað með höfundarréttinn?“ Ég fór á sýningu á Mávinum um daginn og skil Anton ágætlega. Hann verður samt að hætta þessu væli. Allir vita að leikhúsin mega taka leikverk og breyta þeim að vild. Lokasenan í Hamlet má breytast í klæðskiptingapartí. Fjalla-Eyvindur má enda sem þunglyndur jarðfræðingur. Breyta má Skugga-Sveini í lipran ballettkennara og Trójudætrum í súludansmeyjar. Bjartur í Sumarhúsum er barnaperri með lán hjá Kaupþingi. Allt má í leikhúsinu. Umræðan um höfundarrétt fjallar bara um niðurhal á netinu og höfunda sem halda að þeir eigi sín eigin hugverk. Í ríkisleikhúsunum eiga leikstjórarnir verkin og geta breytt þeim í takt við eigin hugaróra. Anton ráfaði um leikhúsið tautandi: „Hvar eru allir listamennirnir sem mótmæla höfundarréttarbrotum á netinu? Af hverju koma þeir mér ekki til hjálpar. Verð ég að hafa samband við Pútín?“ Hann settist niður og grét beisklega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Aldargömul umræða um miðla og skyggnilýsingar blossaði upp á dögunum. Getur einhver náð vitrænu sambandi við annan heim? Nýlega hitti ég drykkfelldan, atvinnulausan miðil fyrir utan Borgarleikhúsið. Hann sagði mér í óspurðum fréttum að Anton Chekhov leikskáld gengi aftur í leikhúsinu. Skáldið ráfaði friðlaust um í leit að einhverjum sem bæri ábyrgð á uppsetningunni á Mávinum. Hann heyrðist muldra fyrir munni sér í sífellu: „Mávurinn átti að gerast meðal rússneskra aðalsmanna í sumarhúsi. Þeir klæddust hörfötum og drukku kampavín. Ég kannast ekkert við þetta íslenska hyski í flíspeysum í orlofsbústað sem var á sviðinu. Rússnesk hámenning vék fyrir drykkjulátum með bjór, karókí, bölvi og ragni og Bubba Morthens. Þetta er ekki leikritið mitt heldur skopstæling eða skrípaleikur. Hvað með höfundarréttinn?“ Ég fór á sýningu á Mávinum um daginn og skil Anton ágætlega. Hann verður samt að hætta þessu væli. Allir vita að leikhúsin mega taka leikverk og breyta þeim að vild. Lokasenan í Hamlet má breytast í klæðskiptingapartí. Fjalla-Eyvindur má enda sem þunglyndur jarðfræðingur. Breyta má Skugga-Sveini í lipran ballettkennara og Trójudætrum í súludansmeyjar. Bjartur í Sumarhúsum er barnaperri með lán hjá Kaupþingi. Allt má í leikhúsinu. Umræðan um höfundarrétt fjallar bara um niðurhal á netinu og höfunda sem halda að þeir eigi sín eigin hugverk. Í ríkisleikhúsunum eiga leikstjórarnir verkin og geta breytt þeim í takt við eigin hugaróra. Anton ráfaði um leikhúsið tautandi: „Hvar eru allir listamennirnir sem mótmæla höfundarréttarbrotum á netinu? Af hverju koma þeir mér ekki til hjálpar. Verð ég að hafa samband við Pútín?“ Hann settist niður og grét beisklega.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun