Börnin gera óskalögum þjóðarinnar góð skil Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 09:30 Önnur af tveimur sveitum Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts sem koma fram á tónleikunum. Mynd/Snorri Heimisson „Þema tónleikanna er þátturinn Óskalög þjóðarinnar sem var í sjónvarpinu síðasta vetur. Sveitirnar sem koma fram eru fjórtán og allar spila einhver lög úr þeim þætti, þannig að efnisskráin endurspeglar tónlistaráhuga þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins til ársins 2015,“ segir Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hér er hann að lýsa maraþontónleikum 14 skólalúðrasveita landsins sem verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Fyrsta sveitin stígur á svið klukkan 11 og spilar í hálftíma, þá tekur ný við og sú síðasta lýkur leik um klukkan 18. Reiknað er með að um 500 börn og unglingar komi fram á tónleikunum. Snorri segir lagavalið verða fjölbreytt því auk óskalaganna leiki allar sveitirnar einnig lög sem ekki tengjast þættinum. „En að sjálfsögðu mun sigurlagið Þannig týnist tíminn hljóma ásamt lögum á borð við Braggablús, Dimmar rósir og og Jungle Drum,“ segir Snorri og telur líklegt að sum lögin heyrist oftar en einu sinni yfir daginn. „Það er bara skemmtilegt því sveitirnar eru misstórar og þá hljóma lögin á ólíkan hátt,“ fullyrðir hann. Snorri segir Össur Geirsson og Einar Jónsson hafa komið að útsetningum laganna fyrir lúðrasveitir og Þórður Magnússon hafi útsett lagið Tvær stjörnur, sem er eftir föður hans, Megas. Þó flestar hljómsveitirnar séu af höfuðborgarsvæðinu leggja sveitir frá Akureyri og Neskaupstað líka sitt af mörkum í fjörinu ásamt hljómsveitum úr Reykjanesbæ og Árborg. Jón Ólafsson, sem sá um óskalagaþáttinn í sjónvarpinu síðasta vetur, verður kynnir. Aðgangur að tónleikunum ókeypis og þeir eru öllum opnir. Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þema tónleikanna er þátturinn Óskalög þjóðarinnar sem var í sjónvarpinu síðasta vetur. Sveitirnar sem koma fram eru fjórtán og allar spila einhver lög úr þeim þætti, þannig að efnisskráin endurspeglar tónlistaráhuga þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins til ársins 2015,“ segir Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hér er hann að lýsa maraþontónleikum 14 skólalúðrasveita landsins sem verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Fyrsta sveitin stígur á svið klukkan 11 og spilar í hálftíma, þá tekur ný við og sú síðasta lýkur leik um klukkan 18. Reiknað er með að um 500 börn og unglingar komi fram á tónleikunum. Snorri segir lagavalið verða fjölbreytt því auk óskalaganna leiki allar sveitirnar einnig lög sem ekki tengjast þættinum. „En að sjálfsögðu mun sigurlagið Þannig týnist tíminn hljóma ásamt lögum á borð við Braggablús, Dimmar rósir og og Jungle Drum,“ segir Snorri og telur líklegt að sum lögin heyrist oftar en einu sinni yfir daginn. „Það er bara skemmtilegt því sveitirnar eru misstórar og þá hljóma lögin á ólíkan hátt,“ fullyrðir hann. Snorri segir Össur Geirsson og Einar Jónsson hafa komið að útsetningum laganna fyrir lúðrasveitir og Þórður Magnússon hafi útsett lagið Tvær stjörnur, sem er eftir föður hans, Megas. Þó flestar hljómsveitirnar séu af höfuðborgarsvæðinu leggja sveitir frá Akureyri og Neskaupstað líka sitt af mörkum í fjörinu ásamt hljómsveitum úr Reykjanesbæ og Árborg. Jón Ólafsson, sem sá um óskalagaþáttinn í sjónvarpinu síðasta vetur, verður kynnir. Aðgangur að tónleikunum ókeypis og þeir eru öllum opnir.
Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira