„Var skíthrædd á vellinum“ Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2015 00:54 Anna Lára Sigurðardóttir Vísir/Aðsent Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma. Hryðjuverk í París Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma.
Hryðjuverk í París Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira