„Frelsi er óttanum yfirsterkara“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2015 09:38 Merkel ávarpaði þýsku þjóðina frá Berlín. Vísir/ap Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. Í ávarpi sýnu undirstrikaði hún samstöðu Þýskalands með frönsku þjóðinni í kjölfar árásanna í París sem drógu að minnsta kosti 128 manns til dauða og særðu um hundrað aðra.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Merkel sagði í ávarpi sínu að íbúar Evrópu þyrftu að standa sameinaðir gegn hverskyns árásum á þau gildi sem heimsálfan hefur löngum staðið fyrir. „Við, þýsku vinir ykkar, stöndum með ykkur. Við grátum með ykkur,“ sagði kanslarinn sem klædd var svörtu frá toppi til táar. „Með ykkur munum við berjast gegn þeim sem framkvæma jafn ólýsanlegan hrylling.“ Merkel sendi samúðarkveðjur til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og sagði um leið að Þýskaland myndi veita alla þá aðstoð sem mögulegt væri. Ráðherrar í ríkisstjórn hennar munu hittast síðar í dag til að ræða hvað mun felast í þeirri aðstoð.„Við erum öll skotmörk“ „Við syrgjum fólk sem var myrt fyrir framan kaffihús, á veitingastöðum, í tónleikahöll og á götum úti. Það vildi lifa lífi hins frjálsa manns í borg sem fagnar lífinu,“ sagði hún og rödd hennar brast. „Og það varð á vegi morðingja sem hata þetta frelsi.“ „Þessari árás var ekki beint gegn París. Við erum öll skotmörk og þetta snertir okkur öll,“ bætti hún við. „Af þeim ástæðum munum við bregðast við saman.“ Hún biðlaði til Þjóðverjar að sýna staðfestu og óttast ekki. Þeir ættu að halda áfram að virða rétt fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og lifa áfram með víðsýni og virðingu að leiðarljósi. „Við vitum að frelsi okkar er óttanum yfirsterkara. Svörum hryðjuverkamönnunum með því að lifa hugrökk áfram.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var bersýnilega í geðshræringu þegar hún ávarpaði þýsku þjóðina í morgun. Í ávarpi sýnu undirstrikaði hún samstöðu Þýskalands með frönsku þjóðinni í kjölfar árásanna í París sem drógu að minnsta kosti 128 manns til dauða og særðu um hundrað aðra.Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Merkel sagði í ávarpi sínu að íbúar Evrópu þyrftu að standa sameinaðir gegn hverskyns árásum á þau gildi sem heimsálfan hefur löngum staðið fyrir. „Við, þýsku vinir ykkar, stöndum með ykkur. Við grátum með ykkur,“ sagði kanslarinn sem klædd var svörtu frá toppi til táar. „Með ykkur munum við berjast gegn þeim sem framkvæma jafn ólýsanlegan hrylling.“ Merkel sendi samúðarkveðjur til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og sagði um leið að Þýskaland myndi veita alla þá aðstoð sem mögulegt væri. Ráðherrar í ríkisstjórn hennar munu hittast síðar í dag til að ræða hvað mun felast í þeirri aðstoð.„Við erum öll skotmörk“ „Við syrgjum fólk sem var myrt fyrir framan kaffihús, á veitingastöðum, í tónleikahöll og á götum úti. Það vildi lifa lífi hins frjálsa manns í borg sem fagnar lífinu,“ sagði hún og rödd hennar brast. „Og það varð á vegi morðingja sem hata þetta frelsi.“ „Þessari árás var ekki beint gegn París. Við erum öll skotmörk og þetta snertir okkur öll,“ bætti hún við. „Af þeim ástæðum munum við bregðast við saman.“ Hún biðlaði til Þjóðverjar að sýna staðfestu og óttast ekki. Þeir ættu að halda áfram að virða rétt fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og lifa áfram með víðsýni og virðingu að leiðarljósi. „Við vitum að frelsi okkar er óttanum yfirsterkara. Svörum hryðjuverkamönnunum með því að lifa hugrökk áfram.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56
„Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54
Allt að hundrað létust í gíslatökunni í tónlistarhúsinu í París Vitni sá framan í einn árásarmanninn en var einn þeirra sem náði að flýja af vettvangi. 14. nóvember 2015 00:34
Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent