Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar hann deilir frétt af hörmungunum í París í gær. Með fréttinni ritar hann „Lengi lifi Schengen samstarfið!!! Ömurlegar staðreyndir niðurfellinga landamæraeftirlits Evrópuríkja, eftirgjafar á öryggi almennra borgara, niðurskurðar til löggæslumála, skertra forvirkra rannsóknarheimilda lögreglu og almennrar linkinar og umburðarlyndis Evrópu allrar gagnvarp innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða vestrænna gilda lýð- og frjálsræðis.“
Snorri áréttar að vísu að með þessu sé hann ekki að deila á íslam eða Kóraninn heldur sé hann aðeins að vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að stjórnvöld á Vesturlöndum séu að fórna öryggi eigin borgara. Slíkt sé stórhættulegt í ljósi þess að Vesturlöndin hafa hafa háð heilagt stríð um yfirráð yfir olíulindum og staðsetningu olíuleiðslna.
„Þetta [Schengen-samstarfið] lítur allt saman vel út á pappírunum en það gengur ekki upp í praxís meðal annars vegna þess gegndarlausa niðurskurðar til löggæslumál,“ segir Snorri. „Margir útverði Schengen eru með um hundrað evrur í mánaðarlaun og það sé það hver heilvitamaður að það þarf ekki margar evrur til að fá þá til að loka blinda auganu.“
Ekki náðist í Snorra við vinnslu fréttarinnar.
Lengi lifi Schengen samstarfið!!! Ömurlegar staðreyndir niðurfellinga landamæraeftirlits Evrópuríkja, eftirgjafar á ö...
Posted by Snorri Magnússon on Friday, 13 November 2015