Sigurganga Golden State heldur áfram | Cleveland tapaði Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 11:30 Curry var sjóðandi heitur í nótt. vísir/getty Golden State Warriors er óstöðvandi í NBA-körfuboltanum, en þeir unnu sinn ellefta leik í röð í nótt. Þeir hafa enn ekki tapað leik á tímabilinu. Stephen Curyr fór sem fyrr fyrir liði Warriors. Brooklyn byrjaði betur og vann fyrsta leikhluta 36-21, en þá vöknuðu stríðsmennirnir og bitu frá sér. Þeir minnkuðu muninn í 54-52 fyrir hlé. Síðari hálfleikur var æsispennandi og þurfti að grípa til framlengingar þar sem Warriors voru sterkari; unnu framlenginguna 10-2 og leikinn 107-99. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State en hann heldur uppteknum hætti frá því í fyrra þar sem hann var magnaður. Jarrett Jack gerði 28 stig fyrir Brooklyn sem hefur einungis unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum. Cleveland tapaði í nótt fyrir Milwaukee, 108-105 eftir tvöfalda framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 88-88 og 96-96 eftir framlengingu númer eitt. Milawukee vann svo aðra framlenginguna 12-9 og lokatölur urðu, eins og áður segir, 108-105. LeBron James var semfyrr stigahæstur hjá Cleveland en hann skoraði 37 stig í leiknum. Jerryd Bayless og Michael Carter-Williams voru stigahæstir Milwaukee-manna með sautján stig, en þeir hafa unnið fimm leiki og tapað fimm. Þetta var annar tapleikur Cleveland í fyrstu átta leikjunum. Það gengur ekki né rekur hjá Philadelphia 76ers, en í nótt töpuðu þeir sínum tíunda leik í röð. Þeir hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt lágu þeir fyrir San Antonio, en lokatölur urðu 92-83 eftir að hafa staðan hafi verið 76-60, San Antonio í vil, fyrir síðasta leikhlutann. LeMarcus Aldridge gerði sautján stig fyrir San Antonio og hirti einnig nítján fráköst, en fyrir lánlausa Philadelpiu-menn skoraði Jahlil Okafor 21 stig og tók tólf fráköst. Öll úrslit næturinnar og myndbönd frá tilþrifum næturinnar má sjá hér neðar í greinni.Öll úrslit næturinnar: Detroit - LA Clippers 96-101 Orlando - Washington 99-108 Dallas - Houston 110-98 Cleveland - MIlwaukee 105-108 Philadelphia - San Antonio 83-92 Denver - Phoenix 81-105 Brooklyn - Golden State 99-107Topp-10 næturinnar: Curry á mótti Jarrett Jack í nótt: Andre Iguodala með mikilvægan þrist!: NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Golden State Warriors er óstöðvandi í NBA-körfuboltanum, en þeir unnu sinn ellefta leik í röð í nótt. Þeir hafa enn ekki tapað leik á tímabilinu. Stephen Curyr fór sem fyrr fyrir liði Warriors. Brooklyn byrjaði betur og vann fyrsta leikhluta 36-21, en þá vöknuðu stríðsmennirnir og bitu frá sér. Þeir minnkuðu muninn í 54-52 fyrir hlé. Síðari hálfleikur var æsispennandi og þurfti að grípa til framlengingar þar sem Warriors voru sterkari; unnu framlenginguna 10-2 og leikinn 107-99. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State en hann heldur uppteknum hætti frá því í fyrra þar sem hann var magnaður. Jarrett Jack gerði 28 stig fyrir Brooklyn sem hefur einungis unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum. Cleveland tapaði í nótt fyrir Milwaukee, 108-105 eftir tvöfalda framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 88-88 og 96-96 eftir framlengingu númer eitt. Milawukee vann svo aðra framlenginguna 12-9 og lokatölur urðu, eins og áður segir, 108-105. LeBron James var semfyrr stigahæstur hjá Cleveland en hann skoraði 37 stig í leiknum. Jerryd Bayless og Michael Carter-Williams voru stigahæstir Milwaukee-manna með sautján stig, en þeir hafa unnið fimm leiki og tapað fimm. Þetta var annar tapleikur Cleveland í fyrstu átta leikjunum. Það gengur ekki né rekur hjá Philadelphia 76ers, en í nótt töpuðu þeir sínum tíunda leik í röð. Þeir hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt lágu þeir fyrir San Antonio, en lokatölur urðu 92-83 eftir að hafa staðan hafi verið 76-60, San Antonio í vil, fyrir síðasta leikhlutann. LeMarcus Aldridge gerði sautján stig fyrir San Antonio og hirti einnig nítján fráköst, en fyrir lánlausa Philadelpiu-menn skoraði Jahlil Okafor 21 stig og tók tólf fráköst. Öll úrslit næturinnar og myndbönd frá tilþrifum næturinnar má sjá hér neðar í greinni.Öll úrslit næturinnar: Detroit - LA Clippers 96-101 Orlando - Washington 99-108 Dallas - Houston 110-98 Cleveland - MIlwaukee 105-108 Philadelphia - San Antonio 83-92 Denver - Phoenix 81-105 Brooklyn - Golden State 99-107Topp-10 næturinnar: Curry á mótti Jarrett Jack í nótt: Andre Iguodala með mikilvægan þrist!:
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira