Hryðjuverkin í París: "Við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 12:15 Utanríkisráðherra var í viðtali i Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/AFP/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra. Hryðjuverk í París Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra.
Hryðjuverk í París Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira