Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, heldur áfram að gera það gott á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Hún bar í dag öruggan sigur úr býtum í 50 m bringusundi og vann þar með sína sjöttu grein á mótinu. Hún hafði bætt Íslandsmet í öllum hinum fimm greinunum og jafnaði eigið met í 50 m bringusundi í dag.
Hrafnhildur synti á 30,67 sekúndum en önnur varð Karen Sif Vilhjálmsdóttir, SH, á 33,24 sekúndum. Karen Mist Arngeirsdóttir varð þriðja á 33,56 sekúndum.
Hrafnhildur keppir einnig í 400 m fjórsundi í dag.
Hrafnhildur jafnaði eigið Íslandsmet

Tengdar fréttir

SH með tvö Íslandsmet | Fimmta met Hrafnhildar
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er hvergi nærri hætt að slá Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallarlaug um helgina.

Eygló Ósk með Íslandsmet í baksundi
Eygló Ósk Gústafsdóttir, úr Ægi, setti Íslandsmet 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem haldið er í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Hrafnhildur byrjar af krafti
Bætti Íslandsmetið í 100 m bringusundi á Íslandsmótinu í 25 m laug.

Hrafnhildur stórbætti met Eyglóar
Hrafnhildur Lúthersdóttir heldur áfram að gera það gott í lauginni.

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi
Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.