Viðtöl við Íslandsmeistarana í Crossfit: "Mig langar svolítið í sushi" Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 20:00 Gríðarleg stemning var í Digranesinu í dag og húsfyllir á Íslandsmótinu í Crossfit. Keppni í aðalflokki karla og kvenna var æsispennandi og Stöð 2 leit við á svæðinu. Í karlaflokki varð Björgvin Karl Guðmundsson hlutskarpastur og hann var algjörlega búinn á því í lok keppninnar: „Heilsan hefur alveg verið betri. Þetta er komið fínt. Þriggja daga mót og þetta er frekar erfitt fyrir taugakerfi. Þetta var aðeins of mikið ströggl fyrir mig," „Mig langaði að vinna þetta meira sannfærandi, en þriðja árið í röð svo ég get ekki verið annað en sáttur. Í gegnum alla helgina var ég að taka of mikla sénsa, en um leiðir og þú ferð að fókusa á það sem þú ert að gera þá gengur þetta upp."Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja Íslandsmeistarar í Crossfit | Myndir Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir vann í kvennaflokki og reiknaði með að fá sér sushi í kvöldmat. „Þetta var erfið helgi. Mér fannst þetta ganga mjög vel og ég er mjög ánægð með helgina," og aðspurð hvernig hún myndi halda upp á titilinn svaraði Katrín Tanja: „Ég held ég ætli að fara út að borða. Umboðsmaðurinn minn er hérna, amma og afi eru í stúkunni, en annars bara að hvíla á morgun og svo halda áfram æfingum." „Mig langar svolítið í sushi," sagði Katrín þegar hún var spurð hvað myndi vera á matseðlinum í kvöld. Allt innslag Valtýs Bjarnar má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í greininni. CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
Gríðarleg stemning var í Digranesinu í dag og húsfyllir á Íslandsmótinu í Crossfit. Keppni í aðalflokki karla og kvenna var æsispennandi og Stöð 2 leit við á svæðinu. Í karlaflokki varð Björgvin Karl Guðmundsson hlutskarpastur og hann var algjörlega búinn á því í lok keppninnar: „Heilsan hefur alveg verið betri. Þetta er komið fínt. Þriggja daga mót og þetta er frekar erfitt fyrir taugakerfi. Þetta var aðeins of mikið ströggl fyrir mig," „Mig langaði að vinna þetta meira sannfærandi, en þriðja árið í röð svo ég get ekki verið annað en sáttur. Í gegnum alla helgina var ég að taka of mikla sénsa, en um leiðir og þú ferð að fókusa á það sem þú ert að gera þá gengur þetta upp."Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja Íslandsmeistarar í Crossfit | Myndir Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir vann í kvennaflokki og reiknaði með að fá sér sushi í kvöldmat. „Þetta var erfið helgi. Mér fannst þetta ganga mjög vel og ég er mjög ánægð með helgina," og aðspurð hvernig hún myndi halda upp á titilinn svaraði Katrín Tanja: „Ég held ég ætli að fara út að borða. Umboðsmaðurinn minn er hérna, amma og afi eru í stúkunni, en annars bara að hvíla á morgun og svo halda áfram æfingum." „Mig langar svolítið í sushi," sagði Katrín þegar hún var spurð hvað myndi vera á matseðlinum í kvöld. Allt innslag Valtýs Bjarnar má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í greininni.
CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira