Emil: Nokkuð viss um að vera með fast byrjunarliðssæti Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2015 13:45 Emil Atlason gekk í raðir Þróttar í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deild karla á næsta ári. Hann var samningsbundinn KR en spilaði með Val sem lánsmaður á síðustu leiktíð. Emil gerði tíu mánaða samning við Þróttara sem verða í fyrsta sinn í sex ár á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. „Þetta er eitthvað sem þeir buðu mér upp á og ég tók því. Ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði Emil við Vísi eftir að hann skrifaði undir samninginn á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Þróttur er nýbúið að ráða Dana að nafni Per Rud sem yfirmann knattspyrnumála, en nýliðarnir ætla sér stóra hluti á næstu árum. „Ég fór vel yfir þetta en mér leist svo vel á allt sem Þróttur hefur upp á að bjóða og því ákvað ég að koma hingað,“ sagði Emil. Þessi öflugi framherji, sem fór á kostum með U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni, hefur ekki átt fast sæti í sínum liðum undanfarið. Hvorki hjá KR né Val. Hann ætlar sér nú að spila alla leiki og það sem fremsti maður enda sárvantar Þrótturum framherja eftir að Viktor Jónsson fór aftur heim í Víking. Viktor skoraði 19 mörk fyrir Þrótt í 1. deildinni í sumar sem lánsmaður frá Víkingi. „Þetta [Gregg Ryder] er þjálfari sem hefur 100 prósent traust á mér. Ég er nokkuð viss um að ef ég stend mig vel verð ég með fast byrjunarliðssæti. Ég stefni að því að vera fastamaður og spila mjög vel hérna,“ sagði Emil Atlason. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Emil Atlason gekk í raðir Þróttar í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deild karla á næsta ári. Hann var samningsbundinn KR en spilaði með Val sem lánsmaður á síðustu leiktíð. Emil gerði tíu mánaða samning við Þróttara sem verða í fyrsta sinn í sex ár á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. „Þetta er eitthvað sem þeir buðu mér upp á og ég tók því. Ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði Emil við Vísi eftir að hann skrifaði undir samninginn á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Þróttur er nýbúið að ráða Dana að nafni Per Rud sem yfirmann knattspyrnumála, en nýliðarnir ætla sér stóra hluti á næstu árum. „Ég fór vel yfir þetta en mér leist svo vel á allt sem Þróttur hefur upp á að bjóða og því ákvað ég að koma hingað,“ sagði Emil. Þessi öflugi framherji, sem fór á kostum með U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni, hefur ekki átt fast sæti í sínum liðum undanfarið. Hvorki hjá KR né Val. Hann ætlar sér nú að spila alla leiki og það sem fremsti maður enda sárvantar Þrótturum framherja eftir að Viktor Jónsson fór aftur heim í Víking. Viktor skoraði 19 mörk fyrir Þrótt í 1. deildinni í sumar sem lánsmaður frá Víkingi. „Þetta [Gregg Ryder] er þjálfari sem hefur 100 prósent traust á mér. Ég er nokkuð viss um að ef ég stend mig vel verð ég með fast byrjunarliðssæti. Ég stefni að því að vera fastamaður og spila mjög vel hérna,“ sagði Emil Atlason. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira