Heitir því að uppræta Íslamska ríkið Guðsteinn Bjarnason og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 17. nóvember 2015 07:00 Fólk kom saman í París og víða um heim á hádegi í gær til að minnast með mínútulangri þögn þeirra sem létu lífið í árásunum á föstudagskvöld. Nordicphotos/AFP François Hollande, forseti Frakklands, heitir því að leggja í rúst Daesh-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki. „Við munum nota allan mátt okkar, innan ramma laganna, til þess að sigrast á hryðjuverkamönnum,“ sagði hann í ávarpi sínu á sameinuðu þingi í gær. „Við munum uppræta hryðjuverk þannig að Frakkland geti áfram verið í forystu, vegna þess að franskir ríkisborgarar vilja geta haldið áfram að lifa lausir við ótta.“ Hann sagði að Frakkar myndu efla til muna hernað sinn gegn Daesh í Sýrlandi og Írak. Liður í því er meðal annars að senda franska flugmóðurskipið Charles de Gaulle á vettvang, en stefnt er að því að skipið sigli af stað frá Frakklandi á morgun. Franska lögreglan fullyrðir að 27 ára gamall Belgíumaður, Abdelhamid Abaaoud, hafi skipulagt árásirnar á París. Hann ólst upp hverfinu Molenbeek í Brussel, en er nú talinn vera í Sýrlandi. Í sama hverfi í Brussel bjó einnig Salah Abdeslam, einn árásarmannanna í París og sá eini þeirra sem slapp lifandi svo vitað sé. Lögregla leitar hans ákaft, en hann var stöðvaður stuttlega við landamærin á leið sinni frá París til Belgíu eftir að árásirnar voru gerðar. Hann var þá látinn laus eftir stutta yfirheyrslu. Fyrstu viðbrögð franska hersins við árásunum á föstudagskvöld voru þau að gera loftárásir á borgina Rakka í Sýrlandi, en þar hefur verið höfuðvígi Íslamska ríkisins, Daesh. Þá segist Hollande ætla að hitta á næstu dögum bæði Barack Obama Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða frekari aðgerðir gegn Daesh. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðir Frakka. Hann segir þó ekki koma til greina að senda bandaríska hermenn til Sýrlands eða Íraks. „Segjum svo að við myndum senda 50 þúsund hermenn til Sýrlands,“ sagði hann á leiðtogafundi 20 stærstu iðnríkja heims í Tyrklandi. „Hvað gerist þá ef gerð er hryðjuverkaárás sem á rætur að rekja til Jemens? Sendum við þá hermenn þangað? Eða til Líbíu?“ Í krafti laga um neyðarástand, sem sett voru strax um helgina, hefur franska lögreglan gert húsleit á nærri 170 stöðum víðs vegar um Frakkland. Lögreglan hefur handtekið 23 og 104 að auki eru í stofufangelsi grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Þá hefur lögreglan gert upptæka tugi skotvopna í þessum aðgerðum, ásamt tölvubúnaði og farsímum. Hollande Frakklandsforseti hyggst nú fá heimild þingsins til að framlengja neyðarástand í landinu um þrjá mánuði. Fingraför eins árásarmannanna sýna að hann hafi komið til Evrópu snemma í síðasta mánuði með flóttafólki til Grikklands. Staðfesting á þessu fékkst frá grískum yfirvöldum. Alls létust 129 manns í árásunum og hundruð slösuðust. Daesh-samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar tvö, er í París. Hann segir að þrátt fyrir árásirnar virðist líf Parísarbúa ganga sinn vanagang. „Allir Parísarbúar sem ég hef hitt og hef rætt við hér í borginni eru staðráðnir í því að láta hryðjuverkin á föstudag ekki hafa áhrif á sitt daglega líf,“ segir hann, óttinn fái ekki að taka völdin. Þá skynjar hann að Parísarbúar séu þó enn í sorgarferli og vita ekki hvaða langtímaáhrif árásirnar gætu haft á franskt samfélag. ISIS, ISIL, IS eða Daesh?Skammstafanirnar ISIS, ISIL og IS hafa allar verið notaðar um hreyfingu herskárra íslamista, sem hafa hreiðrað um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. Allt eru þetta enskar skammstafanir, sem standa fyrir The Islamic State of Iraq and Syria (ISIS), The Islamic State of Iraq and the Levant (ISIL), eða bara The Islamic State (IS). L-ið stendur þarna fyrir Levant, sem er upphaflega franskt orð og stundum var haft um landsvæðið fyrir botni Miðjarðarhafs, einkum Líbanon, Ísrael og Sýrland. S-ið stendur fyrir Sýrland en strangt til tekið er með arabíska orðinu Sham átt við stærra svæði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sömu skammstafanir eru notaðar á þýsku, og standa þá fyrir Islamischer Staat (IS), Islamischer Staat im Irak und Syrien (ISIS) og Islamischer Staat im Irak und in der Levante, en á frönsku er talað um EI (L'Etat islamique) eða EIIL (L'Etat islamique en Irak et au Levant.) Á íslensku væri því eðlilegast að nota skammstafanirnar ÍR (Íslamska ríkið) eða ÍRÍS (Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi). Sjálf notast samtökin nú orðið bara við heitið Íslamskt ríki (ÍR), en sleppa því að kenna sig við Írak eða Sýrland. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur svo kallað þessi samtök „ó-íslamska ó-ríkið”, enda njóta þau engan veginn viðurkenningar sem íslömsk hreyfing í neinum skilningi, hvað þá að eiga minnsta tilkall til þess að kallast ríki. Á arabísku máli nefndu þessi samtök sig lengi vel al-Dawla al-Islamija fil 'Iraq wal-Sham (Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi), en hafa fyrir nokkru stytt það í al-Dawla al-Islamija (Íslamska ríkið). Arabíska skammstöfunin er Da-ish, eða Daís. Þessi arabíska skammstöfun er víða notuð, en þykir niðrandi vegna þess að hún minnir á arabísk orð sem þýða „stappa“, „kremja“ eða „skrúbba“. Hryðjuverk í París Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
François Hollande, forseti Frakklands, heitir því að leggja í rúst Daesh-samtökin, sem nefna sig Íslamskt ríki. „Við munum nota allan mátt okkar, innan ramma laganna, til þess að sigrast á hryðjuverkamönnum,“ sagði hann í ávarpi sínu á sameinuðu þingi í gær. „Við munum uppræta hryðjuverk þannig að Frakkland geti áfram verið í forystu, vegna þess að franskir ríkisborgarar vilja geta haldið áfram að lifa lausir við ótta.“ Hann sagði að Frakkar myndu efla til muna hernað sinn gegn Daesh í Sýrlandi og Írak. Liður í því er meðal annars að senda franska flugmóðurskipið Charles de Gaulle á vettvang, en stefnt er að því að skipið sigli af stað frá Frakklandi á morgun. Franska lögreglan fullyrðir að 27 ára gamall Belgíumaður, Abdelhamid Abaaoud, hafi skipulagt árásirnar á París. Hann ólst upp hverfinu Molenbeek í Brussel, en er nú talinn vera í Sýrlandi. Í sama hverfi í Brussel bjó einnig Salah Abdeslam, einn árásarmannanna í París og sá eini þeirra sem slapp lifandi svo vitað sé. Lögregla leitar hans ákaft, en hann var stöðvaður stuttlega við landamærin á leið sinni frá París til Belgíu eftir að árásirnar voru gerðar. Hann var þá látinn laus eftir stutta yfirheyrslu. Fyrstu viðbrögð franska hersins við árásunum á föstudagskvöld voru þau að gera loftárásir á borgina Rakka í Sýrlandi, en þar hefur verið höfuðvígi Íslamska ríkisins, Daesh. Þá segist Hollande ætla að hitta á næstu dögum bæði Barack Obama Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða frekari aðgerðir gegn Daesh. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi við aðgerðir Frakka. Hann segir þó ekki koma til greina að senda bandaríska hermenn til Sýrlands eða Íraks. „Segjum svo að við myndum senda 50 þúsund hermenn til Sýrlands,“ sagði hann á leiðtogafundi 20 stærstu iðnríkja heims í Tyrklandi. „Hvað gerist þá ef gerð er hryðjuverkaárás sem á rætur að rekja til Jemens? Sendum við þá hermenn þangað? Eða til Líbíu?“ Í krafti laga um neyðarástand, sem sett voru strax um helgina, hefur franska lögreglan gert húsleit á nærri 170 stöðum víðs vegar um Frakkland. Lögreglan hefur handtekið 23 og 104 að auki eru í stofufangelsi grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Þá hefur lögreglan gert upptæka tugi skotvopna í þessum aðgerðum, ásamt tölvubúnaði og farsímum. Hollande Frakklandsforseti hyggst nú fá heimild þingsins til að framlengja neyðarástand í landinu um þrjá mánuði. Fingraför eins árásarmannanna sýna að hann hafi komið til Evrópu snemma í síðasta mánuði með flóttafólki til Grikklands. Staðfesting á þessu fékkst frá grískum yfirvöldum. Alls létust 129 manns í árásunum og hundruð slösuðust. Daesh-samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar tvö, er í París. Hann segir að þrátt fyrir árásirnar virðist líf Parísarbúa ganga sinn vanagang. „Allir Parísarbúar sem ég hef hitt og hef rætt við hér í borginni eru staðráðnir í því að láta hryðjuverkin á föstudag ekki hafa áhrif á sitt daglega líf,“ segir hann, óttinn fái ekki að taka völdin. Þá skynjar hann að Parísarbúar séu þó enn í sorgarferli og vita ekki hvaða langtímaáhrif árásirnar gætu haft á franskt samfélag. ISIS, ISIL, IS eða Daesh?Skammstafanirnar ISIS, ISIL og IS hafa allar verið notaðar um hreyfingu herskárra íslamista, sem hafa hreiðrað um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. Allt eru þetta enskar skammstafanir, sem standa fyrir The Islamic State of Iraq and Syria (ISIS), The Islamic State of Iraq and the Levant (ISIL), eða bara The Islamic State (IS). L-ið stendur þarna fyrir Levant, sem er upphaflega franskt orð og stundum var haft um landsvæðið fyrir botni Miðjarðarhafs, einkum Líbanon, Ísrael og Sýrland. S-ið stendur fyrir Sýrland en strangt til tekið er með arabíska orðinu Sham átt við stærra svæði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sömu skammstafanir eru notaðar á þýsku, og standa þá fyrir Islamischer Staat (IS), Islamischer Staat im Irak und Syrien (ISIS) og Islamischer Staat im Irak und in der Levante, en á frönsku er talað um EI (L'Etat islamique) eða EIIL (L'Etat islamique en Irak et au Levant.) Á íslensku væri því eðlilegast að nota skammstafanirnar ÍR (Íslamska ríkið) eða ÍRÍS (Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi). Sjálf notast samtökin nú orðið bara við heitið Íslamskt ríki (ÍR), en sleppa því að kenna sig við Írak eða Sýrland. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur svo kallað þessi samtök „ó-íslamska ó-ríkið”, enda njóta þau engan veginn viðurkenningar sem íslömsk hreyfing í neinum skilningi, hvað þá að eiga minnsta tilkall til þess að kallast ríki. Á arabísku máli nefndu þessi samtök sig lengi vel al-Dawla al-Islamija fil 'Iraq wal-Sham (Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi), en hafa fyrir nokkru stytt það í al-Dawla al-Islamija (Íslamska ríkið). Arabíska skammstöfunin er Da-ish, eða Daís. Þessi arabíska skammstöfun er víða notuð, en þykir niðrandi vegna þess að hún minnir á arabísk orð sem þýða „stappa“, „kremja“ eða „skrúbba“.
Hryðjuverk í París Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira