Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2015 15:00 Stuðningsmenn Ólafs eru hér til vinstri en gagnrýnendur í hægri dálknum. Vísir Vísir birti í morgun viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands þar sem hann kveður allfast að orði. Tilefnið eru árásirnar í París, sem Ólafur Ragnar telur marka þáttaskil í baráttunni við íslamska vígamenn. Forsetinn telur ljóst að nú dugi engin vettlingatök og hann beinir orðum sínum sérstaklega að umræðunni sem slíkri: „Og mikilvægt fyrir okkur á Íslandi, í umræðunni heima að við skiljum þetta og við förum ekki að saka hvert annað um öfga eða æsingar eða óeðlileg sjónarmið. Þetta er gersamlega ný staða sem allir þurfa að ræða á rólegan og yfirvegaðan hátt og átta sig á því að þetta eru þáttaskil og við megum ekki fara að úthrópa hvert annað í þessari umræðu heldur sýna hvert öðru skilning og hlusta á þau sjónarmið sem hver og einn kann að hafa. Þó okkur finnist kannski sumt af því vera frekar öfgakennt,“ sagði Ólafur Ragnar meðal annars. En, menn ætla ekki að taka hann á orðinu með það, umræðan einkennist engan veginn af samstöðu, sitt sýnist hverjum og ýmist fagnar fólk orðum Ólafs eða hreinlega fordæma forsetann og hans afstöðu. Talsverð umræða hefur sprottið upp á athugasemdakerfi Vísis og á Facebook leggja menn orð í belg.„Ólafur er góður forseti – ég vil hann áfram“ Lítum fyrst til þeirra sem fagna forsetanum og orðum hans:Gylfi Ægisson er ánægður með sinn mann á Bessastöðum.„Gott hjá þér Ólafur Ragnar Grímsson!“ segir tónlistarmaðurinn Gylfi Viðar Ægisson, ánægður með sinn mann. Og það má einnig segja um Séra Kristinn Jens Sigurþórsson: „Mér finnst framsetning forsetans í viðtalinu í morgun skynsamleg. Þó verður fólk að átta sig á því, að það sem hann segir hér um öfga Íslam á í rauninni við um allt sem heitir Íslam og er stutt af Kóraninum: "...Og þetta gera þeir á þann hátt að fórna hverjum sem er, þeir líka ýta til hliðar mannréttindum, þeir virða ekki réttindi kvenna, eða jafnréttindi einstaklinga, málfrelsi, trúfrelsi eða nokkuð það annað sem er grundvallaratriði í okkar samfélögum." Þessi voru orð forsetans í morgunútvarpi Bylgjunnar, og hér má svo bæta við að í fjölmörgum löndum múslíma er dauðarefsing við samkynhneigð.“ Margrét Frikkadóttir, sem hefur verið virk í umræðunni og gagnrýnt íslam mjög er á sama máli: „Ólafur er góður forseti ég vil hann áfram!“ skrifar Margrét og vitnar í orð frétt Vísis: „Forsetinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og var býsna afdráttarlaus í tali. Þar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson um að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi.“ Og á Twitter segir Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem hefur í gegnum tíðina verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars: „Sama hvað hver segir, þá er þetta staðreynd.“Á sömu línu og Le Pen Hinir virðast þó sýnu fleiri sem eru hreint ekkert ánægðir með orð Ólafs Ragnars Grímssonar. Einn þeirra er Pálmi Gestsson leikari: „Vill þessi þjóðhöfðingi fara í stríð?“ Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona og „casting director“ þarf ekki mörg orð heldur, til að koma skoðunum sínum á framfæri: „Þetta er ekki forseti minn. Sem talar eins og stríðshvetjandi mikilmennskubrjálæðingur.“Grímur Atlason telur forsetann á svipaðri línu og Le Pen.Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves þarf fleiri orð til að lýsa sínum skoðunum á orðum forseta Íslands: „Forsetinn (þessi sem gekk Keflavíkurgöngur um árið) er á því að lausnin sé að ráðast á einkennin frekar en rót vandans. Við hin, sem teljum að lausnir hagsmunasamtaka vopnaframleiðenda séu fullreyndar, erum bara barnalegir einfeldingar. Hugsa að Ólafur Ragnar sé að spila á hörpuna fyrir næsta hóp kjósenda sinna - þessa sem óttast breytingar og útlönd. Hann hefur hlotið talsvert lof fyrir framgönguna hjá hlustendum útvarps Sögu og hjá þeim sem hringja inn í Reykjavík Síðdegis. Þau tala skýrt og eru á svipaðri línu þau: Marie Le Pen, Sigmundur Davíð og forseti Íslands.“ Og, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður, sérfræðingur í Ólafi Ragnari hafandi skrifað sérstaka bók um hann – „Bessastaðabækurnar“ telur sig sjá þarna augljós merki um að hann ætli að gefa kost á sér áfram: „Jæja, þá er það komið á hreint. Ólafur Ragnar ætlar aftur í framboð. Ástand heimsmála og yfirvofandi hætta hér heima kallar á sterkan forseta.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vísir birti í morgun viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands þar sem hann kveður allfast að orði. Tilefnið eru árásirnar í París, sem Ólafur Ragnar telur marka þáttaskil í baráttunni við íslamska vígamenn. Forsetinn telur ljóst að nú dugi engin vettlingatök og hann beinir orðum sínum sérstaklega að umræðunni sem slíkri: „Og mikilvægt fyrir okkur á Íslandi, í umræðunni heima að við skiljum þetta og við förum ekki að saka hvert annað um öfga eða æsingar eða óeðlileg sjónarmið. Þetta er gersamlega ný staða sem allir þurfa að ræða á rólegan og yfirvegaðan hátt og átta sig á því að þetta eru þáttaskil og við megum ekki fara að úthrópa hvert annað í þessari umræðu heldur sýna hvert öðru skilning og hlusta á þau sjónarmið sem hver og einn kann að hafa. Þó okkur finnist kannski sumt af því vera frekar öfgakennt,“ sagði Ólafur Ragnar meðal annars. En, menn ætla ekki að taka hann á orðinu með það, umræðan einkennist engan veginn af samstöðu, sitt sýnist hverjum og ýmist fagnar fólk orðum Ólafs eða hreinlega fordæma forsetann og hans afstöðu. Talsverð umræða hefur sprottið upp á athugasemdakerfi Vísis og á Facebook leggja menn orð í belg.„Ólafur er góður forseti – ég vil hann áfram“ Lítum fyrst til þeirra sem fagna forsetanum og orðum hans:Gylfi Ægisson er ánægður með sinn mann á Bessastöðum.„Gott hjá þér Ólafur Ragnar Grímsson!“ segir tónlistarmaðurinn Gylfi Viðar Ægisson, ánægður með sinn mann. Og það má einnig segja um Séra Kristinn Jens Sigurþórsson: „Mér finnst framsetning forsetans í viðtalinu í morgun skynsamleg. Þó verður fólk að átta sig á því, að það sem hann segir hér um öfga Íslam á í rauninni við um allt sem heitir Íslam og er stutt af Kóraninum: "...Og þetta gera þeir á þann hátt að fórna hverjum sem er, þeir líka ýta til hliðar mannréttindum, þeir virða ekki réttindi kvenna, eða jafnréttindi einstaklinga, málfrelsi, trúfrelsi eða nokkuð það annað sem er grundvallaratriði í okkar samfélögum." Þessi voru orð forsetans í morgunútvarpi Bylgjunnar, og hér má svo bæta við að í fjölmörgum löndum múslíma er dauðarefsing við samkynhneigð.“ Margrét Frikkadóttir, sem hefur verið virk í umræðunni og gagnrýnt íslam mjög er á sama máli: „Ólafur er góður forseti ég vil hann áfram!“ skrifar Margrét og vitnar í orð frétt Vísis: „Forsetinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og var býsna afdráttarlaus í tali. Þar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson um að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi.“ Og á Twitter segir Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem hefur í gegnum tíðina verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars: „Sama hvað hver segir, þá er þetta staðreynd.“Á sömu línu og Le Pen Hinir virðast þó sýnu fleiri sem eru hreint ekkert ánægðir með orð Ólafs Ragnars Grímssonar. Einn þeirra er Pálmi Gestsson leikari: „Vill þessi þjóðhöfðingi fara í stríð?“ Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona og „casting director“ þarf ekki mörg orð heldur, til að koma skoðunum sínum á framfæri: „Þetta er ekki forseti minn. Sem talar eins og stríðshvetjandi mikilmennskubrjálæðingur.“Grímur Atlason telur forsetann á svipaðri línu og Le Pen.Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland Airwaves þarf fleiri orð til að lýsa sínum skoðunum á orðum forseta Íslands: „Forsetinn (þessi sem gekk Keflavíkurgöngur um árið) er á því að lausnin sé að ráðast á einkennin frekar en rót vandans. Við hin, sem teljum að lausnir hagsmunasamtaka vopnaframleiðenda séu fullreyndar, erum bara barnalegir einfeldingar. Hugsa að Ólafur Ragnar sé að spila á hörpuna fyrir næsta hóp kjósenda sinna - þessa sem óttast breytingar og útlönd. Hann hefur hlotið talsvert lof fyrir framgönguna hjá hlustendum útvarps Sögu og hjá þeim sem hringja inn í Reykjavík Síðdegis. Þau tala skýrt og eru á svipaðri línu þau: Marie Le Pen, Sigmundur Davíð og forseti Íslands.“ Og, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður, sérfræðingur í Ólafi Ragnari hafandi skrifað sérstaka bók um hann – „Bessastaðabækurnar“ telur sig sjá þarna augljós merki um að hann ætli að gefa kost á sér áfram: „Jæja, þá er það komið á hreint. Ólafur Ragnar ætlar aftur í framboð. Ástand heimsmála og yfirvofandi hætta hér heima kallar á sterkan forseta.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30