Segir Schengen-samstarfið ónýtt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 19:12 Karl Garðarsson. vísir/gva Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir að endurskoða þurfi Schengen-samstarfið. Með breyttum aðstæðum og auknum fólksflótta sé það komið í algjört uppnám. Mikilvægt sé að taka umræðuna áður en málin komist í óefni. „Schengen samstarfið sem slíkt er ekki að virka í dag og nánast ónýtt ef út í það er farið. Hér streyma inn á Schengen svæðið þúsundir manna á degi hverjum, án þess að vera með vegabréf eða áritanir,” sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi málið einnig á Alþingi í dag. Hann sagði flóttafólk ekki vandamálið – að þeim þurfi þjóðir heims að hlúa. Heldur sé það sá hópur sem leiti til ríkja Evrópusambandsins og Schengen í efnahagslegum tilgangi. Sá hópur fari sífellt stækkandi. „Margir þessara einstaklinga eru að flýja stríð og því ber okkur að taka á móti þeim þó ekki sé nema af mannúðarástæðum. Aðrir nýta sér ástandið í efnahagslegum tilgangi, vilja betra líf í vestrænum löndum, hærri laun, betra bótakerfi og svo framvegis.” Karl sagði stöðuna í Schengen orðna þannig að einstök ríki innan þess séu farin að búa til sínar eigin reglur, setja upp tálma á landamærum, herða reglur um vegabréf og fangelsa fólk. „Nýjasta dæmið er Svíþjóð sem var í fararbroddi fyrir tveimur árum þegar kom að móttöku flóttamanna,” sagði hann. „Ekkert fer að draga úr flóttamannastraumi á næstunni eða á næstu árum. Það vita allir. Af hverju tökum við ekki upp alvöru umræðu um Schengen í stað þess að ýta vandræðunum á undan okkur þar til allt er komið í óefni?”Hlusta má á viðtalið við Karl hér fyrir neðan. Flóttamenn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir að endurskoða þurfi Schengen-samstarfið. Með breyttum aðstæðum og auknum fólksflótta sé það komið í algjört uppnám. Mikilvægt sé að taka umræðuna áður en málin komist í óefni. „Schengen samstarfið sem slíkt er ekki að virka í dag og nánast ónýtt ef út í það er farið. Hér streyma inn á Schengen svæðið þúsundir manna á degi hverjum, án þess að vera með vegabréf eða áritanir,” sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi málið einnig á Alþingi í dag. Hann sagði flóttafólk ekki vandamálið – að þeim þurfi þjóðir heims að hlúa. Heldur sé það sá hópur sem leiti til ríkja Evrópusambandsins og Schengen í efnahagslegum tilgangi. Sá hópur fari sífellt stækkandi. „Margir þessara einstaklinga eru að flýja stríð og því ber okkur að taka á móti þeim þó ekki sé nema af mannúðarástæðum. Aðrir nýta sér ástandið í efnahagslegum tilgangi, vilja betra líf í vestrænum löndum, hærri laun, betra bótakerfi og svo framvegis.” Karl sagði stöðuna í Schengen orðna þannig að einstök ríki innan þess séu farin að búa til sínar eigin reglur, setja upp tálma á landamærum, herða reglur um vegabréf og fangelsa fólk. „Nýjasta dæmið er Svíþjóð sem var í fararbroddi fyrir tveimur árum þegar kom að móttöku flóttamanna,” sagði hann. „Ekkert fer að draga úr flóttamannastraumi á næstunni eða á næstu árum. Það vita allir. Af hverju tökum við ekki upp alvöru umræðu um Schengen í stað þess að ýta vandræðunum á undan okkur þar til allt er komið í óefni?”Hlusta má á viðtalið við Karl hér fyrir neðan.
Flóttamenn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira