Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gleðigangan 2014 Vísir/Valli Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“ Hinsegin Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Niðurstöður úr Hýryrðum 2015, nýyrðasamkeppni Samtakanna 78 voru kynntar á mánudag á degi íslenskrar tungu. Hátt í 400 orð bárust dómnefndinni sem var skipuð bæði einstaklingum úr fræðasamfélaginu og fólki úr hinsegin samfélaginu. „Frá upphafi reyndum við að detta ekki í þann farveg að það yrði að vera eitthvert orð sem stæði upp úr,“ sagði Unnsteinn Jóhannsson, einn skipuleggjenda Hýryrða, þegar tillögurnar voru kynntar á mánudaginn.Unnsteinn JóhannssonFréttablaðið/Vilhelm„Ástæðan er sú að það hefði myndað óþarfa pressu og væntingar sem hefði getað valdið því að í dag værum við að skila orðum sem engin væru í raun sátt við,“ sagði hann. Unnsteinn segir að með Hýryrðum sé ekki verið að þvinga neinn til að nýta sér nýyrðin heldur væru þau tillögur að orðum í íslenska tungu. Hver og einn á rétt á að skilgreina sjálfan sig og beita skilgreiningum eftir eigin höfði,“ segir Unnsteinn. Dómnefndin leitaði eftir tillögum að íslenskum orðum yfir ýmis konar kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. „Við teljum að Hýryrði hafi vakið góða athygli og einmitt opnað umræðuna,“ segir hann.Alda VilliljósAlda VilliljósAlda Villiljós er eitt þeirra sem átti hugmyndina að Hýryrðum. Hán er ánægt með tillögur dómnefndar sem snúa að kynhlutlausum fornöfnum og öðrum orðaflokkum. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem skilgreinum okkur ekki sem karlkyn eða kvenkyn því að annars passa þessu hefðbundnu orð ekki við. Ef það eru ekki til orð sem að passa í orðaforðann þá er í raun verið að úthýsa okkur úr samfélaginu,“ segir hán. Alda segir íslenskan orðaforða gera ráð fyrir of miklum kynjuðum orðum, tvíhyggjan ræður ríkjum. „Ég bjó erlendis í nokkur ár og stór hluti af því að ég vildi ekki flytja til baka var að það voru ekki til orð fyrir mig í orðaforðanum.“ Hán bjó í Svíþjóð og þá voru öll kynlausu fornöfnin að koma inn og allir þekktu til þeirra. Alda segir að þetta hafi gerst hægt í Svíþjóð en fornöfn á borð við hán eða hen á sænsku hafi verið innleitt inn í orðabók fyrir nokkrum árum. Hán segir að einstaklingar innan málvísindasamfélagsins hafi tekið afar vel í að innleiða þessa nýjung í orðaforðanum. „Mín reynsla er að flestir eru jákvæðir en skiljanlega finnst sumum það erfitt að taka upp nýjan orðaforða. Erfiðasta þetta ókyngreinda tungumál eru lýsingarorðin útaf því að fólki finnst svo erfitt að tala um einhvern í hvorugkyni. Það er náttúrulega bara vani og það tók mig til dæmis langann tíma að venjast því.“
Hinsegin Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira