Porzingis langt á undan Dirk | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2015 15:00 Lettinn Kristaps Porzingis og Dirk Nowitzki árið 1999. Vísir/Getty Lettinn Kristaps Porzingis er einn mest spennandi nýliðinn í NBA-deildinni í dag enda leikmaður sem gerir sig líklegan til að verða engum öðru líkur. Kristaps Porzingis er 20 ára og 221 sentímetra kraftframherji sem spilar eins og lítill framherji og getur skotið nánast hvaðan sem er. Porzingis átti frábæran leik með New York Knicks í nótt og stuðningsmenn Knicks-liðsins, þeir sömu og púuðu þegar nafnið hans var lesið upp í nýliðavalinu, sungu nú nafnið hans „Por-zing-is, Por-zing-is.” Porzingis endaði með 29 stig og 11 fráköst og New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets í sjálfum Madison Square Garden. Kristaps Porzingis hefur oft verið líkt við Dirk Nowitzki enda mjög hávaxinn skotmaður eins og Þjóðverjinn. Dirk er þó átta sentímetrum minni en Porzingis. Þeir voru á sama aldrei þegar þeir komu inn í NBA-deildina og því er gaman að bera þá aðeins saman. Þetta var að sjálfsögðu besti stigaleikur Porzingis á NBA-ferlinum en hann var þarna að spila sinn tólfta leik. Porzingis hafði mest áður skorað 16 stig en það var í hans fyrsta leik. Dirk Nowitzki spilaði sinn fyrsta NBA-leik 5. febrúar 1999 og hann náði ekki 29 stiga leik fyrr en í leik númer 36. Porzingis var þannig 24 leikjum á undan honum í að skora að 29 stig í einum leik. Porzingis er með 12,8 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf leikjum sínum í NBA-deildinni. Nowitzki var með 7,3 stig og 3,7 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf NBA-leikjum sínum. Lettinn er reyndar bara að nýta 40,7 prósent skota sinna en 83,8 prósent vítanna hafa aftur á móti farið rétta leið. Tölur Nowitzki í fyrstu tólf leikjum hans voru 34 prósent skotnýting og 79 prósent vítanýting. Hér fyrir neðan má sjá skemmtileg myndbönd með Kristaps Porzingis úr leiknum í nótt en það er ein Hakeem Olajuwon hreyfing hjá honum (eftir 11 sekúndur í efra myndbandinu og eftir 14 sekúndur í neðra myndbandinu) sem fær flesta til að trúa því að kappinn geti orðið einn af þeim betri í deildinni. NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira
Lettinn Kristaps Porzingis er einn mest spennandi nýliðinn í NBA-deildinni í dag enda leikmaður sem gerir sig líklegan til að verða engum öðru líkur. Kristaps Porzingis er 20 ára og 221 sentímetra kraftframherji sem spilar eins og lítill framherji og getur skotið nánast hvaðan sem er. Porzingis átti frábæran leik með New York Knicks í nótt og stuðningsmenn Knicks-liðsins, þeir sömu og púuðu þegar nafnið hans var lesið upp í nýliðavalinu, sungu nú nafnið hans „Por-zing-is, Por-zing-is.” Porzingis endaði með 29 stig og 11 fráköst og New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets í sjálfum Madison Square Garden. Kristaps Porzingis hefur oft verið líkt við Dirk Nowitzki enda mjög hávaxinn skotmaður eins og Þjóðverjinn. Dirk er þó átta sentímetrum minni en Porzingis. Þeir voru á sama aldrei þegar þeir komu inn í NBA-deildina og því er gaman að bera þá aðeins saman. Þetta var að sjálfsögðu besti stigaleikur Porzingis á NBA-ferlinum en hann var þarna að spila sinn tólfta leik. Porzingis hafði mest áður skorað 16 stig en það var í hans fyrsta leik. Dirk Nowitzki spilaði sinn fyrsta NBA-leik 5. febrúar 1999 og hann náði ekki 29 stiga leik fyrr en í leik númer 36. Porzingis var þannig 24 leikjum á undan honum í að skora að 29 stig í einum leik. Porzingis er með 12,8 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf leikjum sínum í NBA-deildinni. Nowitzki var með 7,3 stig og 3,7 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf NBA-leikjum sínum. Lettinn er reyndar bara að nýta 40,7 prósent skota sinna en 83,8 prósent vítanna hafa aftur á móti farið rétta leið. Tölur Nowitzki í fyrstu tólf leikjum hans voru 34 prósent skotnýting og 79 prósent vítanýting. Hér fyrir neðan má sjá skemmtileg myndbönd með Kristaps Porzingis úr leiknum í nótt en það er ein Hakeem Olajuwon hreyfing hjá honum (eftir 11 sekúndur í efra myndbandinu og eftir 14 sekúndur í neðra myndbandinu) sem fær flesta til að trúa því að kappinn geti orðið einn af þeim betri í deildinni.
NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira