Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Lögregla á leitarstað í miðborg Saint Denis nærri París í gær. vísir/EPA Franska lögreglan gerði snemma í gærmorgun áhlaup á íbúð í norðanverðri París, þar sem talið var að belgíski hryðjuverkamaðurinn Abdelhamid Abaaoud hefði dvalist. Sjö manns voru handteknir í áhlaupinu, einn féll fyrir byssuskotum og handsprengju frá lögreglunni og ein kona, sem var gyrt sprengjubelti, sprengdi sjálfa sig í loft upp. Hún er talin hafa verið frænka Abaaouds. Þá var þriðji maðurinn einnig sagður hafa fallið í áhlaupinu. Abaaoud er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin í París síðastliðið föstudagskvöld, sem kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Ekki var þó ljóst í gær hvort Abaaoud var staddur í íbúðinni þegar árásin var gerð en franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því að hann hefði ekki verið meðal hinna handteknu. Molins sagði að þó ætti eftir að bera kennsl á lík þeirra sem létust í áhlaupinu og gæti Abaaoud verið á meðal þeirra. Þrír hinna handteknu náðust inni í íbúðinni, tveir í næsta nágrenni og tvö að auki voru í felum í sprengjurústum. Meðal hinna handteknu er eigandi íbúðarinnar. Reuters-fréttastofan fullyrti, og hafði eftir manni sem þekkir til rannsóknar lögreglunnar, að fólkið í íbúðinni hefði verið að skipuleggja ný hryðjuverk í viðskiptahverfinu La Défense í vestanverðri París. Franska lögreglan hefur gert hundruð áhlaupa víðs vegar í Frakklandi í leit sinni að Abaaoud og félaga hans, Salah Abdeslam, sem tókst að komast undan eftir að hafa tekið þátt í árásunum í París á föstudag. Mikill viðbúnaður er víða í löndum Evrópu vegna hryðjuverkahættu og yfirvöld eru fljót að bregðast við hættumerkjum. Þá var Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn rýmdur í gær eftir að heyrðist til tveggja manna ræða um að þeir væru með sprengjur í fórum sínum en í ljós kom að um dýrkeypt spaug var að ræða. Í fyrrakvöld var einnig hætt við íþróttaleik í Hannover í Þýskalandi, þegar grunsamleg taska fannst í nágrenni leikvallarins. Vellinum var lokað meðan verið var að leita af sér allan grun. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Franska lögreglan gerði snemma í gærmorgun áhlaup á íbúð í norðanverðri París, þar sem talið var að belgíski hryðjuverkamaðurinn Abdelhamid Abaaoud hefði dvalist. Sjö manns voru handteknir í áhlaupinu, einn féll fyrir byssuskotum og handsprengju frá lögreglunni og ein kona, sem var gyrt sprengjubelti, sprengdi sjálfa sig í loft upp. Hún er talin hafa verið frænka Abaaouds. Þá var þriðji maðurinn einnig sagður hafa fallið í áhlaupinu. Abaaoud er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin í París síðastliðið föstudagskvöld, sem kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Ekki var þó ljóst í gær hvort Abaaoud var staddur í íbúðinni þegar árásin var gerð en franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því að hann hefði ekki verið meðal hinna handteknu. Molins sagði að þó ætti eftir að bera kennsl á lík þeirra sem létust í áhlaupinu og gæti Abaaoud verið á meðal þeirra. Þrír hinna handteknu náðust inni í íbúðinni, tveir í næsta nágrenni og tvö að auki voru í felum í sprengjurústum. Meðal hinna handteknu er eigandi íbúðarinnar. Reuters-fréttastofan fullyrti, og hafði eftir manni sem þekkir til rannsóknar lögreglunnar, að fólkið í íbúðinni hefði verið að skipuleggja ný hryðjuverk í viðskiptahverfinu La Défense í vestanverðri París. Franska lögreglan hefur gert hundruð áhlaupa víðs vegar í Frakklandi í leit sinni að Abaaoud og félaga hans, Salah Abdeslam, sem tókst að komast undan eftir að hafa tekið þátt í árásunum í París á föstudag. Mikill viðbúnaður er víða í löndum Evrópu vegna hryðjuverkahættu og yfirvöld eru fljót að bregðast við hættumerkjum. Þá var Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn rýmdur í gær eftir að heyrðist til tveggja manna ræða um að þeir væru með sprengjur í fórum sínum en í ljós kom að um dýrkeypt spaug var að ræða. Í fyrrakvöld var einnig hætt við íþróttaleik í Hannover í Þýskalandi, þegar grunsamleg taska fannst í nágrenni leikvallarins. Vellinum var lokað meðan verið var að leita af sér allan grun.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28