Hraðþingið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Almenn samstaða virðist vera um það hjá óbreyttum þingmönnum að þeir hafi lítið sem ekkert að gera. Í umræðum á Alþingi fyrir skemmstu var um það rætt undir liðnum fundarstjórn forseta að margar þingnefndir hefðu of lítið að gera sem setti þingmál í uppnám. Þingmenn stjórnarandstöðu komu upp í pontu hver á fætur öðrum og gagnrýndu verklagið, að framan af vetri væri ládeyða yfir þingstarfinu en þegar nær dregur þinglokum væru mál unnin á hundavaði. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði niðurstöðuna geta orðið hraðmeðferð þannig að frumvörp yrðu ólög en ekki lög. Birgitta Jónsdóttir Pírati tók í sama streng og sagði farið fram á að þingmenn afgreiddu lög blindandi á lokametrunum. Athygli vakti að meðal þeirra sem tóku til máls var þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir. Vigdís sagðist sammála málflutningi stjórnarandstöðunnar og að þingið væri varla starfhæft. Nú eru aðeins ellefu þingdagar þar til þingið fer í jólafrí. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að önnur umræða fjárlagafrumvarpsins muni ekki fara fram í þingsal í næstu viku eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Ástæðan er sú að frumvarpið mun ekki berast fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Áður hefur blaðið greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar eru komin til þingsins en áætlað var að afgreiða 129 mál fyrir jólafrí. Vigdís segir að starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei takist að standa við hana. Staðan var eins í vor þegar þinglok voru yfirvofandi. Ekkert bólaði á stórum málum. Í apríl sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að þingið hefði oft staðið frammi fyrir því að allt að 100 mál væru óafgreidd þegar jafnvel vika eða tíu dagar væru eftir af þingstörfum. Forseti þingsins hefur síðan hvatt til agaðri vinnubragða. Raunar er þessi umræða eins áreiðanleg og sólarupprásin þegar líða fer að jólum og sumri. Lítið hefur gerst framan af en svo fer allt á fullt og málin eru afgreidd hvert á fætur öðru, oft á örfáum dögum. Þessi staða sýnir tvennt. Annars vegar það hversu hlægilega lítils löggjafarvaldið má sín gegn framkvæmdavaldinu og hins vegar það hversu mikil völd embættismenn innan ráðuneytanna hafa. Það er dagljóst að ráðherrarnir eða aðstoðarmenn þeirra skrifa ekki frumvörp sem lögð eru fyrir þingið sjálfir. Það eru því starfsmenn ráðuneytanna sem virðast vera að draga lappirnar, sem síðan er að sjálfsögðu á ábyrgð ráðherranna. Við upphaf hvers þings er lögð fram þingmálaskrá og áætlun sem síðan aldrei stenst. Það sér hver maður að afgreiðsla á 100 málum á viku er óðs manns æði. Það er löngu ljóst að þessu þarf að breyta. Mætti jafnvel setja slíkar breytingar á þingmálaskrá – til hraðafgreiðslu fyrir þinglok? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Almenn samstaða virðist vera um það hjá óbreyttum þingmönnum að þeir hafi lítið sem ekkert að gera. Í umræðum á Alþingi fyrir skemmstu var um það rætt undir liðnum fundarstjórn forseta að margar þingnefndir hefðu of lítið að gera sem setti þingmál í uppnám. Þingmenn stjórnarandstöðu komu upp í pontu hver á fætur öðrum og gagnrýndu verklagið, að framan af vetri væri ládeyða yfir þingstarfinu en þegar nær dregur þinglokum væru mál unnin á hundavaði. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði niðurstöðuna geta orðið hraðmeðferð þannig að frumvörp yrðu ólög en ekki lög. Birgitta Jónsdóttir Pírati tók í sama streng og sagði farið fram á að þingmenn afgreiddu lög blindandi á lokametrunum. Athygli vakti að meðal þeirra sem tóku til máls var þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir. Vigdís sagðist sammála málflutningi stjórnarandstöðunnar og að þingið væri varla starfhæft. Nú eru aðeins ellefu þingdagar þar til þingið fer í jólafrí. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að önnur umræða fjárlagafrumvarpsins muni ekki fara fram í þingsal í næstu viku eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Ástæðan er sú að frumvarpið mun ekki berast fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Áður hefur blaðið greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar eru komin til þingsins en áætlað var að afgreiða 129 mál fyrir jólafrí. Vigdís segir að starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei takist að standa við hana. Staðan var eins í vor þegar þinglok voru yfirvofandi. Ekkert bólaði á stórum málum. Í apríl sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að þingið hefði oft staðið frammi fyrir því að allt að 100 mál væru óafgreidd þegar jafnvel vika eða tíu dagar væru eftir af þingstörfum. Forseti þingsins hefur síðan hvatt til agaðri vinnubragða. Raunar er þessi umræða eins áreiðanleg og sólarupprásin þegar líða fer að jólum og sumri. Lítið hefur gerst framan af en svo fer allt á fullt og málin eru afgreidd hvert á fætur öðru, oft á örfáum dögum. Þessi staða sýnir tvennt. Annars vegar það hversu hlægilega lítils löggjafarvaldið má sín gegn framkvæmdavaldinu og hins vegar það hversu mikil völd embættismenn innan ráðuneytanna hafa. Það er dagljóst að ráðherrarnir eða aðstoðarmenn þeirra skrifa ekki frumvörp sem lögð eru fyrir þingið sjálfir. Það eru því starfsmenn ráðuneytanna sem virðast vera að draga lappirnar, sem síðan er að sjálfsögðu á ábyrgð ráðherranna. Við upphaf hvers þings er lögð fram þingmálaskrá og áætlun sem síðan aldrei stenst. Það sér hver maður að afgreiðsla á 100 málum á viku er óðs manns æði. Það er löngu ljóst að þessu þarf að breyta. Mætti jafnvel setja slíkar breytingar á þingmálaskrá – til hraðafgreiðslu fyrir þinglok?
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun