Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas sigraði á CIMB Classic mótinu sem kláraðist í morgun en þetta er fyrsti sigur þessa 22 ára kylfings á PGA-mótaröðinni.
Thomas tókst að fá þrjá fugla í röð á seinni níu holunum sem tryggðu honum að lokum sigurinn en hann lék hringina fjóra á Kuala Lumpur vellinum á 26 höggum undir pari.
Ástralski kylfingurinn Adam Scott endaði í öðru sæti á 25 höggum undir pari sem verður að teljast gott miðað við að hann var að prufa nýtt púttgrip alla vikuna.
Spennan var ekkert minni á Tyrklandi þar sem Turkish Airlines Open fór fram á Evrópumótarðinni en þar voru nánast allir bestu kylfingar hennar meðal þátttakenda.
Það var Ryder-stjarnan Victor Dubuisson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann fékk fugl á lokaholuna til þess að tryggja sér sigurinn og rúmlega 150 milljónir króna í verðlaunafé.
Jaco Van Zil frá Suður-Afríku endaði í öðru sæti en Rory McIlroy var einnig í toppbaráttunni alla helgina og endaði að jafn í sjötta sæti.
Um næstu helgi fer svo fyrsta heimsmót tímabilsins fram á Sheshan vellinum í Kína er þar leika flestir bestu kylfingar heims um fúlgur fjár.
Justin Thomas vann í fyrsta sinn í Malasíu - Dubuisson bestur í Tyrklandi
