Fræðsludagskrá fyrir listamenn á Airwaves Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 09:00 Sigtryggur Baldursson segir fræðsludagskrána geta verið ákaflega mikilvæga fyrir listamenn. vísir/gva Í fyrsta sinn í sögu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fer nú fram svokölluð fræðsludagskrá meðfram hátíðinni, sem er hugsað fyrir tónlistarmenn sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar tónlistargeirans. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á svona. Við verðum í Petersen svítunni sem er efsta hæðin í Gamla bíói og verður það svæði hugsað fyrir þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, fjölmiðlafólkið og allt bransafólkið, þar sem allt þetta fólk getur hangið saman og blandað geði,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útóns. Á þessu sama svæði fer einnig fram fræðsludagskrá um hin ýmsu málefni tengd tónlistarbransanum og segir Sigtryggur þessa fræðsludagskrá geta verið einkar mikilvæga fyrir listamenn sem vilja koma sköpun sinni á framfæri. „Þetta er í raun eingöngu fyrir þá sem eru með listamannsarmband og pressuarmband og darling-armband en við ætlum samt að gefa armbönd á þessa fræðslufundi því við viljum fá fólk til að koma og ég vil hvetja fólk til að kíkja eitthvað á þetta því þetta er dýrmætt fræðsluefni fyrir músíkbransann,“ segir Sigtryggur. Fræðslufundirnir hefjast í dag og verða fram á laugardag. Á meðal fyrirlesara eru Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, Simon Raymonde, eigandi plötufyrirtækisins Bella Union, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, og fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu stöðum í tónlistarbransanum. „Þetta verða fyrirlestrar, pallborðsumræður og spjall, þannig að fólk getur spurt spurninga og fræðst um hvað allt þetta fólk er að gera.“ Þeir sem hafa áhuga á þessari fræðslu en eru ekki með armband sem gefur aðgang geta fengið armband með því að hafa samband við Útón. Airwaves Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fer nú fram svokölluð fræðsludagskrá meðfram hátíðinni, sem er hugsað fyrir tónlistarmenn sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar tónlistargeirans. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á svona. Við verðum í Petersen svítunni sem er efsta hæðin í Gamla bíói og verður það svæði hugsað fyrir þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, fjölmiðlafólkið og allt bransafólkið, þar sem allt þetta fólk getur hangið saman og blandað geði,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útóns. Á þessu sama svæði fer einnig fram fræðsludagskrá um hin ýmsu málefni tengd tónlistarbransanum og segir Sigtryggur þessa fræðsludagskrá geta verið einkar mikilvæga fyrir listamenn sem vilja koma sköpun sinni á framfæri. „Þetta er í raun eingöngu fyrir þá sem eru með listamannsarmband og pressuarmband og darling-armband en við ætlum samt að gefa armbönd á þessa fræðslufundi því við viljum fá fólk til að koma og ég vil hvetja fólk til að kíkja eitthvað á þetta því þetta er dýrmætt fræðsluefni fyrir músíkbransann,“ segir Sigtryggur. Fræðslufundirnir hefjast í dag og verða fram á laugardag. Á meðal fyrirlesara eru Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, Simon Raymonde, eigandi plötufyrirtækisins Bella Union, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, og fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu stöðum í tónlistarbransanum. „Þetta verða fyrirlestrar, pallborðsumræður og spjall, þannig að fólk getur spurt spurninga og fræðst um hvað allt þetta fólk er að gera.“ Þeir sem hafa áhuga á þessari fræðslu en eru ekki með armband sem gefur aðgang geta fengið armband með því að hafa samband við Útón.
Airwaves Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira