Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2015 10:00 Systkinin Fabian og Aline frá Mexíkó og Jana frá Tékklandi eru spennt fyrir íslenskri tónlist. Vísir/KTD Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. Fabian Gonzales, bróðir Aline, slappar af á meðan systir hans stendur vaktina og er með augun opin fyrir íslenskum stelpum. Þau eru að minnsta kosti ekki lokuð. Þremenningarnir hafa verið hér í nokkra daga að aðstoða við undirbúning hátíðarinnar og stelpurnar verða á vaktinni milli þess sem þær skella sér á tónleika með Fabian.Bassaleikarinn Vignir Rafn Hilmarsson spilar á þriðja tug tónleika á Airwaves. Hann var í viðtali við Fréttablaðið af því tilefni í vikunni.His first gig of 28 in total (about). Vignir the King of #airwaves15! @agentfresco @iamhelgiPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015„Ég kom hingað fyrir fjórum árum og skemmti mér svo vel. Mig langaði aftur til Íslands og þetta var ódýr valkostur. Það er gaman að fá að vera hluti af þessu verkefni,“ segir Jana. Hún minnist tónleika með Of Monsters and Men í ferð sinni til Íslands og hún hafi í kjölfarið tekið ástfóstri við íslenska tónlist. „Ég fór á internetið, horfði á tónlistarmyndbönd og upptökur KEXP af Airwaves á Kex Hostel og hugsaði að mig langaði að fara aftur til Íslands,“ segir Jana sem nýtur þess að geta stundum hlustað á hljómsveitirnar á Airwaves í undirbúningi þeirra baksviðs.Að neðan má sjá Of Monsters and Men flytja Little Talks á KEXP á Kex Hostel árið 2011.Laus við Tinder Systkinin Aline og Fabian eru komin til Íslands í fyrsta skipti. Aline er sem fyrr segir sjálfboðaliði en Fabian segist hafa ákveðið að skella sér með þegar hann heyrði að systirin ætlaði að leggja í langferð til Íslands. Til að hafa auga með systur sinni spyr blaðamaður? „Já,“ segir Fabian og þau skella upp úr. Hann ætli ekki að tapa henni í hendur íslenskra flagara. Aline er fljót til svars að það sé ekki tilgangurinn með ferðinni. Bróðir hennar er þó með augun opin fyrir fögrum fljóðum frá Íslandi. „Það gæti verið,“ segir Fabian en hann ætli ekki að notast við forritið Tinder til að hafa upp á þeim. „Nei, nei nei,“ segir hann hlæjandi. Gestir á Iceland Airwaves eru á öllum aldri.Our youngest visitor #airwaves15Posted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Þau systkinin eru spenntust fyrir því að sjá Kiasmos, Beach house og Gus Gus. Aline segist vera mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar sem sé auðvitað ástæðan fyrir því að hún skellti sér hingað. Að tónleikahátíðinni lokinni ætla þau að leigja bíl og keyra hringinn í kringum landið. En áður en að því kemur eiga Aline og Jana eftir að standa fjölmargar vaktir. Aðspurðar segja þær sumar vaktirnar vera langt fram á nótt en þær fái gott frí inn á milli. Þær séu aðallega baksviðs og þar geri þær bara allt sem þarf að gera. Ja, allt nema að þrífa klósettin. „Það eru sem betur fer einhverjir aðrir í því,“ segja þær hlæjandi.Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn Sjá meira
Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. Fabian Gonzales, bróðir Aline, slappar af á meðan systir hans stendur vaktina og er með augun opin fyrir íslenskum stelpum. Þau eru að minnsta kosti ekki lokuð. Þremenningarnir hafa verið hér í nokkra daga að aðstoða við undirbúning hátíðarinnar og stelpurnar verða á vaktinni milli þess sem þær skella sér á tónleika með Fabian.Bassaleikarinn Vignir Rafn Hilmarsson spilar á þriðja tug tónleika á Airwaves. Hann var í viðtali við Fréttablaðið af því tilefni í vikunni.His first gig of 28 in total (about). Vignir the King of #airwaves15! @agentfresco @iamhelgiPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015„Ég kom hingað fyrir fjórum árum og skemmti mér svo vel. Mig langaði aftur til Íslands og þetta var ódýr valkostur. Það er gaman að fá að vera hluti af þessu verkefni,“ segir Jana. Hún minnist tónleika með Of Monsters and Men í ferð sinni til Íslands og hún hafi í kjölfarið tekið ástfóstri við íslenska tónlist. „Ég fór á internetið, horfði á tónlistarmyndbönd og upptökur KEXP af Airwaves á Kex Hostel og hugsaði að mig langaði að fara aftur til Íslands,“ segir Jana sem nýtur þess að geta stundum hlustað á hljómsveitirnar á Airwaves í undirbúningi þeirra baksviðs.Að neðan má sjá Of Monsters and Men flytja Little Talks á KEXP á Kex Hostel árið 2011.Laus við Tinder Systkinin Aline og Fabian eru komin til Íslands í fyrsta skipti. Aline er sem fyrr segir sjálfboðaliði en Fabian segist hafa ákveðið að skella sér með þegar hann heyrði að systirin ætlaði að leggja í langferð til Íslands. Til að hafa auga með systur sinni spyr blaðamaður? „Já,“ segir Fabian og þau skella upp úr. Hann ætli ekki að tapa henni í hendur íslenskra flagara. Aline er fljót til svars að það sé ekki tilgangurinn með ferðinni. Bróðir hennar er þó með augun opin fyrir fögrum fljóðum frá Íslandi. „Það gæti verið,“ segir Fabian en hann ætli ekki að notast við forritið Tinder til að hafa upp á þeim. „Nei, nei nei,“ segir hann hlæjandi. Gestir á Iceland Airwaves eru á öllum aldri.Our youngest visitor #airwaves15Posted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Þau systkinin eru spenntust fyrir því að sjá Kiasmos, Beach house og Gus Gus. Aline segist vera mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar sem sé auðvitað ástæðan fyrir því að hún skellti sér hingað. Að tónleikahátíðinni lokinni ætla þau að leigja bíl og keyra hringinn í kringum landið. En áður en að því kemur eiga Aline og Jana eftir að standa fjölmargar vaktir. Aðspurðar segja þær sumar vaktirnar vera langt fram á nótt en þær fái gott frí inn á milli. Þær séu aðallega baksviðs og þar geri þær bara allt sem þarf að gera. Ja, allt nema að þrífa klósettin. „Það eru sem betur fer einhverjir aðrir í því,“ segja þær hlæjandi.Iceland Airwaves hófst í dag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn Sjá meira
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42