Hyundai Tucson Adventuremobile Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 09:36 Hyundai Tucson Adventuremobile. Á SEMA bílasýningunni í Las Vegas sem hóst í fyrradag er Hyundai að sýna nokkra sérútbúna Tucson jepplinga sem henta vel til ferðalaga og búa að aukinni torfærugetu. Þessi bíll sem hér sést, Hyundai Tucson Adventuremobile, er ekki bara búinn tjaldi ofan á bílnum heldur hefur bíllinn verið hækkaður um 4 sentimetra og hestöfl vélarinnar aukið, auk þess sem glæst leðurinnrétting er í bílnum og LED aðalljós. Sólarraflöður á þaki bílsins hlaða svo auknu rafmagni inná rafgeyminn og sér til þess að bíllinn verði ekki rafmagnslaus á lengri ferðum þar sem notkun ýmissa raftækja er orðin algeng á ferðalögum um óbyggðir. Bíllinn kemur auk þess á grófum stórum dekkjum og átt hefur við pústkerfi bílsins til að auka enn við aflið. Heppilegur bíll í ferðalagið þessi. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent
Á SEMA bílasýningunni í Las Vegas sem hóst í fyrradag er Hyundai að sýna nokkra sérútbúna Tucson jepplinga sem henta vel til ferðalaga og búa að aukinni torfærugetu. Þessi bíll sem hér sést, Hyundai Tucson Adventuremobile, er ekki bara búinn tjaldi ofan á bílnum heldur hefur bíllinn verið hækkaður um 4 sentimetra og hestöfl vélarinnar aukið, auk þess sem glæst leðurinnrétting er í bílnum og LED aðalljós. Sólarraflöður á þaki bílsins hlaða svo auknu rafmagni inná rafgeyminn og sér til þess að bíllinn verði ekki rafmagnslaus á lengri ferðum þar sem notkun ýmissa raftækja er orðin algeng á ferðalögum um óbyggðir. Bíllinn kemur auk þess á grófum stórum dekkjum og átt hefur við pústkerfi bílsins til að auka enn við aflið. Heppilegur bíll í ferðalagið þessi.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent