Spurt & svarað: Ásta Fanney eins og casino-mafíósi Sólveig Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2015 14:30 Skáldið Ásta Fanney kemur fram á Airwaves í Hörpu í kvöld. Vísir/Stefán Ásta Fanney Sigurðardóttir kemur fram á Airwaves í Hörpu í kvöld þar sem hún spilar tilraunakennda ljóðatónlist. Hún líkir stíl sínum við mafíósa frá sjöunda áratugnum.Eins og Casino-mafíósiSpáir þú mikið í tísku? Já, ég er alltaf að spá. Það er svo fallegt að maður geti sett út einhvers konar yfirlýsingu með því sem maður klæðist. T.d. kannski að það að vera í blautum fötum geti sagt svona: Hei, Útlendingastofnun, ekki láta alla flóttamennina drukkna, hleypið þeim inn í landið.Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Casino-mafíósi frá 1960 sem er að leika vonda kallinn í myndinni the 5th Element.Hvernig klæðir þú þig hversdags? Eins og Neo í Matrix.Hvernig klæðir þú þig spari? Eins og ég sé að fara á skemmtiferðaskip.Hvar kaupir þú fötin þín? Í Ástund og á Ítalíu.Eyðir þú miklu í föt? Það fer eftir því hvort ég á peninga, maður þénar ekkert svo mikla peninga á að semja ljóð.Hver er uppáhaldsflíkin þín? Jane Eyre-kjóllinn sem mamma var að sauma á mig.Uppáhaldshönnuður? Alexander McQueen.Bestu kaupin? Vinnumannavestið sem ég keypti í smíðabúð í Lúxemborg, það er með svona 50 mismunandi vösum út um allt.Verstu kaupin? 90's cowboy-jakkinn sem ég keypti á flóamarkaði, hann er með svona hvítum feldflyksum út um allt, ég lít út eins og sjúskuð kanína.Hverju verður bætt við fataskápinn næst? Hinn hæfileikaríki fatahönnuður Tanja Huld Levý er að hanna fyrir mig hvítan geishu-drekabúning fyrir plötu sem ég tók upp í sumar með upptökusnillingnum Kára Einarssyni. Ætli það verði ekki næsta flíkin.Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ég á það til að fá æði fyrir einni flík í langan tíma, og er þá bara í henni, alltaf, sef í henni líka.Notar þú fylgihluti? Já, mér finnst gaman að vera með regnhlífar.Áttu þér tískufyrirmynd? Ætli það sé ekki Margrét Iversen, Tilda Swinton og spæjarinn Columbo.Hvað er framundan hjá þér? Ég er nýkomin frá Feneyjum þar sem ég var að sýna myndlist á tvíæringnum með Sigurði Atla Sigurðssyni. Núna er ég að fara að koma fram á Airwaves í Hörpunni í kvöld, 5. nóvember, kl. 23.10, það veit enginn hérna á Íslandi hvað ég geri, sem gerir allt þetta svo spennandi, ég sagðist spila tilraunakennda ljóðatónlist, en í raun þá veit ég ekkert hvað ég á að kalla þetta, fólk veit ekkert við hverju það á að búast. Gunnar Gunnsteinsson tónskáld ætlar hugsanlega að baða út höndunum þarna með mér, þetta kemur allt í ljós. Svo er ég á leið aftur til Lúxemborgar að syngja í leikriti þar sem tískufrömuðurinn Virginia Ferreira hannaði á mig kjól. Eftir það fer ég til Danmerkur að spila á tilraunakenndri sci-fi tónlistarhátíð. Kannski gef ég út svona eins og eina plötu í millitíðinni, í leyni, og gref hana í jörð á hundrað mismunandi stöðum í Reykjavík, svo getur fólk pantað fjársjóðskort í pósti til að nálgast hana. Airwaves Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ásta Fanney Sigurðardóttir kemur fram á Airwaves í Hörpu í kvöld þar sem hún spilar tilraunakennda ljóðatónlist. Hún líkir stíl sínum við mafíósa frá sjöunda áratugnum.Eins og Casino-mafíósiSpáir þú mikið í tísku? Já, ég er alltaf að spá. Það er svo fallegt að maður geti sett út einhvers konar yfirlýsingu með því sem maður klæðist. T.d. kannski að það að vera í blautum fötum geti sagt svona: Hei, Útlendingastofnun, ekki láta alla flóttamennina drukkna, hleypið þeim inn í landið.Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Casino-mafíósi frá 1960 sem er að leika vonda kallinn í myndinni the 5th Element.Hvernig klæðir þú þig hversdags? Eins og Neo í Matrix.Hvernig klæðir þú þig spari? Eins og ég sé að fara á skemmtiferðaskip.Hvar kaupir þú fötin þín? Í Ástund og á Ítalíu.Eyðir þú miklu í föt? Það fer eftir því hvort ég á peninga, maður þénar ekkert svo mikla peninga á að semja ljóð.Hver er uppáhaldsflíkin þín? Jane Eyre-kjóllinn sem mamma var að sauma á mig.Uppáhaldshönnuður? Alexander McQueen.Bestu kaupin? Vinnumannavestið sem ég keypti í smíðabúð í Lúxemborg, það er með svona 50 mismunandi vösum út um allt.Verstu kaupin? 90's cowboy-jakkinn sem ég keypti á flóamarkaði, hann er með svona hvítum feldflyksum út um allt, ég lít út eins og sjúskuð kanína.Hverju verður bætt við fataskápinn næst? Hinn hæfileikaríki fatahönnuður Tanja Huld Levý er að hanna fyrir mig hvítan geishu-drekabúning fyrir plötu sem ég tók upp í sumar með upptökusnillingnum Kára Einarssyni. Ætli það verði ekki næsta flíkin.Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ég á það til að fá æði fyrir einni flík í langan tíma, og er þá bara í henni, alltaf, sef í henni líka.Notar þú fylgihluti? Já, mér finnst gaman að vera með regnhlífar.Áttu þér tískufyrirmynd? Ætli það sé ekki Margrét Iversen, Tilda Swinton og spæjarinn Columbo.Hvað er framundan hjá þér? Ég er nýkomin frá Feneyjum þar sem ég var að sýna myndlist á tvíæringnum með Sigurði Atla Sigurðssyni. Núna er ég að fara að koma fram á Airwaves í Hörpunni í kvöld, 5. nóvember, kl. 23.10, það veit enginn hérna á Íslandi hvað ég geri, sem gerir allt þetta svo spennandi, ég sagðist spila tilraunakennda ljóðatónlist, en í raun þá veit ég ekkert hvað ég á að kalla þetta, fólk veit ekkert við hverju það á að búast. Gunnar Gunnsteinsson tónskáld ætlar hugsanlega að baða út höndunum þarna með mér, þetta kemur allt í ljós. Svo er ég á leið aftur til Lúxemborgar að syngja í leikriti þar sem tískufrömuðurinn Virginia Ferreira hannaði á mig kjól. Eftir það fer ég til Danmerkur að spila á tilraunakenndri sci-fi tónlistarhátíð. Kannski gef ég út svona eins og eina plötu í millitíðinni, í leyni, og gref hana í jörð á hundrað mismunandi stöðum í Reykjavík, svo getur fólk pantað fjársjóðskort í pósti til að nálgast hana.
Airwaves Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira