Mikil bílasala á Ítalíu og Spáni Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 14:11 Bílaumferð á Spáni. Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent