Branden Grace efstur eftir fyrsta hring í Kína 5. nóvember 2015 17:00 Branden Grace ásamt kylfusveini sínum Zack á fyrsta hring. Getty Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace lék frábært golf á fyrsta hring á HSBC Meistaramótinu sem fram fer á Sheshan International vellinum í Kína en hann kom inn á 63 höggum eða níu undir pari. Grace lék gallalgaust golf og fékk níu fugla og níu pör á hringnum en þrír kylfingar deila öðru sætinu á átta höggum undir pari. Skor þátttakenda var mjög gott á fyrsta hring og flestir undir pari enda aðstæður í Kína mjög góðar til þess að skora vel, flatirnar mjúkar og veðrið milt. Þar má nefna að Bubba Watson, Rickie Fowler, Jordan Spieth og Rory McIlroy léku allir á 68 höggum eða fjórum undir pari en sá síðastnefndi spilaði þrátt fyrir að hafa fengið matareitrun fyrr í vikunni. HSBC Meistaramótið er fyrsta heimsmótið á tímabilinu og því eru margir bestu kylfingar heims meðal þátttakenda enda er verðlaunaféð gríðarlega hátt. Bein útsending verður alla helgina á Golfstöðinni en útsendingartíma má sjá hér. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace lék frábært golf á fyrsta hring á HSBC Meistaramótinu sem fram fer á Sheshan International vellinum í Kína en hann kom inn á 63 höggum eða níu undir pari. Grace lék gallalgaust golf og fékk níu fugla og níu pör á hringnum en þrír kylfingar deila öðru sætinu á átta höggum undir pari. Skor þátttakenda var mjög gott á fyrsta hring og flestir undir pari enda aðstæður í Kína mjög góðar til þess að skora vel, flatirnar mjúkar og veðrið milt. Þar má nefna að Bubba Watson, Rickie Fowler, Jordan Spieth og Rory McIlroy léku allir á 68 höggum eða fjórum undir pari en sá síðastnefndi spilaði þrátt fyrir að hafa fengið matareitrun fyrr í vikunni. HSBC Meistaramótið er fyrsta heimsmótið á tímabilinu og því eru margir bestu kylfingar heims meðal þátttakenda enda er verðlaunaféð gríðarlega hátt. Bein útsending verður alla helgina á Golfstöðinni en útsendingartíma má sjá hér.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira