Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2015 10:00 „Við festumst uppi á jökli og það þurfti að hringja í neyðarlínuna, 1-1-2,“ segja þær Liza (til vinstri) og Linda. "Það var orðið svo dimmt og leiðsögumaðurinn rataði ekki niður.“ Vísir/KTD Vinkonurnar Liza Tran og Linda Nguyen lentu í hremmingum uppi á jökli á sínum fyrsta heila degi á Íslandi. Þær hafa flakkað um Suðurströndina en eru nú með fókusinn á Iceland Airwaves og Reykjavíkurborg.Þær stöllur eru frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og segir Linda að hana hafi lengi langað til að koma á Airwaves. „Ég ákvað að skella mér núna þegar ég heyrði að Björk væri að spila. Því miður aflýsti hún tónleikunum,“ segir Linda. Aðspurð viðurkennir hún að hafa grátið en komist yfir það. Hún hefði verið búin að kaupa miðann og alltaf langað til Íslands þannig að aldrei hafi komið til greina að hætta við. Ástæðan fyrir komu Lizu var einföld. „Linda sagðist vilja fara svo ég jánkaði,“ segir Liza og hlær. Hún sé það góð vinkona. Geri það sem vinkona hennar biðji um.Björk aflýsti öllum tónleikum sínum í haust í ágúst, þar á meðal á Iceland Airwaves." i want to support young girls who are in their 20s now and tell them : you're not just imagining things . it's tough . everything that a guy says once , you have to say five times . "Posted by Björk on Wednesday, October 28, 2015Vinkonurnar lentu á sunnudag og skelltu sér í jöklaferð á Suðurlandinu á mánudag. Sú ferð endaði með ósköpum, en allir komust þó heilir frá borði. „Við festumst uppi á jökli og það þurfti að hringja í neyðarlínuna, 1-1-2,“ segja þær. „Það var orðið svo dimmt og leiðsögumaðurinn rataði ekki niður svo hann varð að hringja.“ Til bjargar komu björgunarsveitarmenn og með í för afar sætur Border Collie hundur að þeirra sögn. Þær segja þetta hafa verið töluvert ævintýri og þeim tekist að halda ró sinni. Ólíkt hinum ferðalöngunum, vinkonum - líka frá Kaliforníu. „Þær voru hræddar og kaldar og grétu,“ segir Linda en hópurinn hafi verið á jöklinum í um fjóra klukkutíma. Allt fór þó vel að lokum og var þeim boðið í aðra ferð um Suðurlandið á þriðjudeginum sem sárabót. Þær skelltu sér svo á Gullna hringinn á miðvikudaginn og hafa því kynnst Suðurlandinu ansi hreint vel. „Þetta hefur verið alveg frábært.“Father John Misty er á meðal hljómsveita sem spila á Airwaves í ár.Stelpurnar ætla að sjá Father John Misty, John Grant með Sinfó og höfðu þegar séð Hydrokids sem þær mæltu með. Þær segjast ætla að nýta tímann vel hér á landi og reyna að gera skemmtilega hluti yfir daginn þótt þær verði lengi á fótum. Þynnkan verði ekki vandamál enda séu þær ekki mikið fyrir áfengið. Þær hrósa happi yfir sætri íbúð sem þær leigja í Þingholtunum í gegnum Airbnb og ætla að njóta lífsins í borginni, í faðmi erlendra gesta og vinalegra Íslendinga, þar til þær halda heim á leið á sunnudaginn.Iceland Airwaves hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: Slepptu þrettándu Coachella-hátíðinni og skelltu sér til Íslands Hjónin Brandon Lopez og Meishya Yang frá Kaliforníu hófu Íslandsdvölina á að horfa á sólina rísa í Bláa lóninu. 5. nóvember 2015 22:30 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Vinkonurnar Liza Tran og Linda Nguyen lentu í hremmingum uppi á jökli á sínum fyrsta heila degi á Íslandi. Þær hafa flakkað um Suðurströndina en eru nú með fókusinn á Iceland Airwaves og Reykjavíkurborg.Þær stöllur eru frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og segir Linda að hana hafi lengi langað til að koma á Airwaves. „Ég ákvað að skella mér núna þegar ég heyrði að Björk væri að spila. Því miður aflýsti hún tónleikunum,“ segir Linda. Aðspurð viðurkennir hún að hafa grátið en komist yfir það. Hún hefði verið búin að kaupa miðann og alltaf langað til Íslands þannig að aldrei hafi komið til greina að hætta við. Ástæðan fyrir komu Lizu var einföld. „Linda sagðist vilja fara svo ég jánkaði,“ segir Liza og hlær. Hún sé það góð vinkona. Geri það sem vinkona hennar biðji um.Björk aflýsti öllum tónleikum sínum í haust í ágúst, þar á meðal á Iceland Airwaves." i want to support young girls who are in their 20s now and tell them : you're not just imagining things . it's tough . everything that a guy says once , you have to say five times . "Posted by Björk on Wednesday, October 28, 2015Vinkonurnar lentu á sunnudag og skelltu sér í jöklaferð á Suðurlandinu á mánudag. Sú ferð endaði með ósköpum, en allir komust þó heilir frá borði. „Við festumst uppi á jökli og það þurfti að hringja í neyðarlínuna, 1-1-2,“ segja þær. „Það var orðið svo dimmt og leiðsögumaðurinn rataði ekki niður svo hann varð að hringja.“ Til bjargar komu björgunarsveitarmenn og með í för afar sætur Border Collie hundur að þeirra sögn. Þær segja þetta hafa verið töluvert ævintýri og þeim tekist að halda ró sinni. Ólíkt hinum ferðalöngunum, vinkonum - líka frá Kaliforníu. „Þær voru hræddar og kaldar og grétu,“ segir Linda en hópurinn hafi verið á jöklinum í um fjóra klukkutíma. Allt fór þó vel að lokum og var þeim boðið í aðra ferð um Suðurlandið á þriðjudeginum sem sárabót. Þær skelltu sér svo á Gullna hringinn á miðvikudaginn og hafa því kynnst Suðurlandinu ansi hreint vel. „Þetta hefur verið alveg frábært.“Father John Misty er á meðal hljómsveita sem spila á Airwaves í ár.Stelpurnar ætla að sjá Father John Misty, John Grant með Sinfó og höfðu þegar séð Hydrokids sem þær mæltu með. Þær segjast ætla að nýta tímann vel hér á landi og reyna að gera skemmtilega hluti yfir daginn þótt þær verði lengi á fótum. Þynnkan verði ekki vandamál enda séu þær ekki mikið fyrir áfengið. Þær hrósa happi yfir sætri íbúð sem þær leigja í Þingholtunum í gegnum Airbnb og ætla að njóta lífsins í borginni, í faðmi erlendra gesta og vinalegra Íslendinga, þar til þær halda heim á leið á sunnudaginn.Iceland Airwaves hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: Slepptu þrettándu Coachella-hátíðinni og skelltu sér til Íslands Hjónin Brandon Lopez og Meishya Yang frá Kaliforníu hófu Íslandsdvölina á að horfa á sólina rísa í Bláa lóninu. 5. nóvember 2015 22:30 Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15
Fólkið á Airwaves: Slepptu þrettándu Coachella-hátíðinni og skelltu sér til Íslands Hjónin Brandon Lopez og Meishya Yang frá Kaliforníu hófu Íslandsdvölina á að horfa á sólina rísa í Bláa lóninu. 5. nóvember 2015 22:30