25% samdráttur í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2015 10:20 Maserati Ghibli. a.fotl.xyz Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati, sem er í eigu Fiat/Chrysler, gengur ekkert alltof vel um þessar mundir. Í ár stefnir í sölusamdrátt uppá 25% og aðeins 26.000 bíla sölu, en salan í fyrra sló nærri 35.000 bílum. Vegna þessarar dræmu sölu ætlar Maserati að hætta framleiðslu á Ghibli bíl sínum í 6 vikur á næstu 2 mánuðum. Meðal annars fær starfsfólk í verksmiðjunni jólafrí frá 14. desember til 11. janúar. Í henni starfs 2.000 manns og fengu þau einnig óvænt frá í september síðastliðnum þar sem lögð var niður framleiðsla í nokkra daga. Maserati ætlaði að ná 50.000 bíla sölu á næsta ári og 75.000 bíla sölu árið 2018, en því gæti orðið erfitt að ná í ljósi erfiðleikanna nú. Hagnaður af rekstri Masertati á þriðja ársfjórðungi minnkaði um 87% og afhending bíla um 22%. Til stendur þó hjá Maserati að kynna jeppling á næsta ári og tveggja sæta sportbíl eftir það. Fiat hefur haft uppi miklar áætlanir með lúxusbílamerki sín, þar á meðal Alfa Romeo og Maserati. Þessi dræma sala Maserati nú gæti haft áhrif á áhuga Fiat/Chrysler á að leggja stóraukið fé í framleiðslu þeirra, en þó er ljóst að nýr Alfa Romeo Giulia kemur á næsta ári og Alfa Romeo jepplingur fljótlega eftir það. Allir ætla jú að taka þátt í jepplingagróðanum.Jepplingur Maserati mun heita Levante. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati, sem er í eigu Fiat/Chrysler, gengur ekkert alltof vel um þessar mundir. Í ár stefnir í sölusamdrátt uppá 25% og aðeins 26.000 bíla sölu, en salan í fyrra sló nærri 35.000 bílum. Vegna þessarar dræmu sölu ætlar Maserati að hætta framleiðslu á Ghibli bíl sínum í 6 vikur á næstu 2 mánuðum. Meðal annars fær starfsfólk í verksmiðjunni jólafrí frá 14. desember til 11. janúar. Í henni starfs 2.000 manns og fengu þau einnig óvænt frá í september síðastliðnum þar sem lögð var niður framleiðsla í nokkra daga. Maserati ætlaði að ná 50.000 bíla sölu á næsta ári og 75.000 bíla sölu árið 2018, en því gæti orðið erfitt að ná í ljósi erfiðleikanna nú. Hagnaður af rekstri Masertati á þriðja ársfjórðungi minnkaði um 87% og afhending bíla um 22%. Til stendur þó hjá Maserati að kynna jeppling á næsta ári og tveggja sæta sportbíl eftir það. Fiat hefur haft uppi miklar áætlanir með lúxusbílamerki sín, þar á meðal Alfa Romeo og Maserati. Þessi dræma sala Maserati nú gæti haft áhrif á áhuga Fiat/Chrysler á að leggja stóraukið fé í framleiðslu þeirra, en þó er ljóst að nýr Alfa Romeo Giulia kemur á næsta ári og Alfa Romeo jepplingur fljótlega eftir það. Allir ætla jú að taka þátt í jepplingagróðanum.Jepplingur Maserati mun heita Levante.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent