Landsliðshópurinn skiptist í tvo hópa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Mynd/Knattspyrnusamband Íslands Níu leikmenn fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu í æfingaleikjum gegn Póllandi og Slóvakíu en ungur leikmannahópur var valinn í gær. Undirbúningurinn fyrir EM í Frakklandi er nú formlega hafinn en í gær var valinn landsliðshópurinn fyrir fyrstu æfingaleikina, sem verða að öllum líkindum alls átta talsins áður en lokakeppnin hefst í júní. Ísland mætir Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum en það verður ungt íslenskt landslið sem mætir þessum sterkum þjóðum í þeim leikjum. Landsliðið skiptist í tvo hópa. Annars vegar leikmenn 26 ára og eldri sem voru lykilmenn í nýliðinni undankeppni EM og hins vegar yngri hópinn sem hefur að langmestu leyti staðið fyrir utan. Aðeins tveir leikmenn í liðinu eru yfir þrítugu. „Við hefðum viljað taka þessa ungu leikmenn inn í hópinn miklu fyrr og oftar. En staðan í hópnum og mikilvægi leikja hefur komið í veg fyrir það,“ segir Heimir en það þótti ekki mikil ástæða til að hrista upp í landsliðshópnum á milli leikja í síðustu undankeppni, enda velgengni íslenska liðsins mikil. „Við völdum stöðugleikann fram yfir að skoða leikmenn. Við höfum verið mjög ánægðir með hópinn sem við höfum verið með en metum það svo að nú sé rétti tíminn til að sýna mönnum að þeir eiga enn möguleika á að komast í hópinn fyrir lokakeppnina.“Vantaði ekki unga menn í liðið Kynslóðabilið í leikmannahópi Íslands er afar skýrt. Í hópnum eru tólf leikmenn fæddir 1989 eða fyrr sem eiga samtals að baki 360 leiki. Þá eru ellefu leikmenn fæddir 1990 eða síðar sem eiga samtals 63 leiki – þar af eiga sóknarmennirnir Kolbeinn Sigþórsson 30 og Jón Daði Böðvarsson sautján. Heimir segir að frammistaða Íslands í nýliðinni undankeppni sýni að það hafi ekki vantað leikmenn úr síðari hópnum í íslenska landsliðið. „Ef við horfum til framtíðar þá er gott að setja nýja leikmenn inn í okkar leikkerfi og leyfa þeim að kynnast landsliðsumhverfinu. Það er gott að geta yngt liðið upp þegar tækifæri gefst en landsliðið hefur hingað til alls ekki verið of gamalt.“ Landsliðið var einnig valið nú með það í huga að ekki geta allir gefið kost á sér í æfingaleikina í janúar. Þá munu liðinu aðeins standa til boða leikmenn sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Af þeim ástæðum eru leikmenn eins og Hörður Björgvin Magnússon, sem spilar með Cesena á Ítalíu, og Hjörtur Hermannsson hjá PSV í Hollandi í liðinu nú. Það eru því fleiri leikmenn sem spila á Norðurlöndunum sem ekki voru valdir nú en fá líklega tækifærið í janúar.Skýrari mynd í mars Enn liggur ekki fyrir hvaða liðum Ísland mætir eftir áramót en Heimir segir að reikna megi með að í leikjunum í mars verði komin ákveðin mynd á þann hóp sem fer á EM. „Í mars fáum við bara fimm æfingar með leikmönnum og tvo leiki. Þá þurfum við að vera með nokkuð góða mynd af því hvaða leikmenn við ætlum með til Frakklands. Við erum því að hvetja menn til að taka framförum eins fljótt og mögulegt er og standa sig eins vel og hægt er með sínum félagsliðum.“ Hann segir að það sé stór hópur leikmanna sem komi til greina fyrir EM í Frakklandi og að það verði vel fylgst með þeim í vetur. „Við viljum að þessi hópur sé sem stærstur og þess vegna veljum við þennan hóp í dag. Við viljum að hann stækki enn frekar og batni.“ EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Níu leikmenn fá nú tækifæri til að sýna sig og sanna með landsliðinu í æfingaleikjum gegn Póllandi og Slóvakíu en ungur leikmannahópur var valinn í gær. Undirbúningurinn fyrir EM í Frakklandi er nú formlega hafinn en í gær var valinn landsliðshópurinn fyrir fyrstu æfingaleikina, sem verða að öllum líkindum alls átta talsins áður en lokakeppnin hefst í júní. Ísland mætir Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum en það verður ungt íslenskt landslið sem mætir þessum sterkum þjóðum í þeim leikjum. Landsliðið skiptist í tvo hópa. Annars vegar leikmenn 26 ára og eldri sem voru lykilmenn í nýliðinni undankeppni EM og hins vegar yngri hópinn sem hefur að langmestu leyti staðið fyrir utan. Aðeins tveir leikmenn í liðinu eru yfir þrítugu. „Við hefðum viljað taka þessa ungu leikmenn inn í hópinn miklu fyrr og oftar. En staðan í hópnum og mikilvægi leikja hefur komið í veg fyrir það,“ segir Heimir en það þótti ekki mikil ástæða til að hrista upp í landsliðshópnum á milli leikja í síðustu undankeppni, enda velgengni íslenska liðsins mikil. „Við völdum stöðugleikann fram yfir að skoða leikmenn. Við höfum verið mjög ánægðir með hópinn sem við höfum verið með en metum það svo að nú sé rétti tíminn til að sýna mönnum að þeir eiga enn möguleika á að komast í hópinn fyrir lokakeppnina.“Vantaði ekki unga menn í liðið Kynslóðabilið í leikmannahópi Íslands er afar skýrt. Í hópnum eru tólf leikmenn fæddir 1989 eða fyrr sem eiga samtals að baki 360 leiki. Þá eru ellefu leikmenn fæddir 1990 eða síðar sem eiga samtals 63 leiki – þar af eiga sóknarmennirnir Kolbeinn Sigþórsson 30 og Jón Daði Böðvarsson sautján. Heimir segir að frammistaða Íslands í nýliðinni undankeppni sýni að það hafi ekki vantað leikmenn úr síðari hópnum í íslenska landsliðið. „Ef við horfum til framtíðar þá er gott að setja nýja leikmenn inn í okkar leikkerfi og leyfa þeim að kynnast landsliðsumhverfinu. Það er gott að geta yngt liðið upp þegar tækifæri gefst en landsliðið hefur hingað til alls ekki verið of gamalt.“ Landsliðið var einnig valið nú með það í huga að ekki geta allir gefið kost á sér í æfingaleikina í janúar. Þá munu liðinu aðeins standa til boða leikmenn sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Af þeim ástæðum eru leikmenn eins og Hörður Björgvin Magnússon, sem spilar með Cesena á Ítalíu, og Hjörtur Hermannsson hjá PSV í Hollandi í liðinu nú. Það eru því fleiri leikmenn sem spila á Norðurlöndunum sem ekki voru valdir nú en fá líklega tækifærið í janúar.Skýrari mynd í mars Enn liggur ekki fyrir hvaða liðum Ísland mætir eftir áramót en Heimir segir að reikna megi með að í leikjunum í mars verði komin ákveðin mynd á þann hóp sem fer á EM. „Í mars fáum við bara fimm æfingar með leikmönnum og tvo leiki. Þá þurfum við að vera með nokkuð góða mynd af því hvaða leikmenn við ætlum með til Frakklands. Við erum því að hvetja menn til að taka framförum eins fljótt og mögulegt er og standa sig eins vel og hægt er með sínum félagsliðum.“ Hann segir að það sé stór hópur leikmanna sem komi til greina fyrir EM í Frakklandi og að það verði vel fylgst með þeim í vetur. „Við viljum að þessi hópur sé sem stærstur og þess vegna veljum við þennan hóp í dag. Við viljum að hann stækki enn frekar og batni.“
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira