Harden fór á kostum í fjórða sigri Rockets í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. nóvember 2015 11:00 Skeggið á Harden þykir til fyrirmyndar. Vísir/Getty James Harden og félagar í Houston Rockets eru heldur betur mættir til leiks í NBA-deildinni en Harden setti niður 46 stig í tíu stiga sigri á Los Angeles Clippers í nótt en þetta var fjórði sigur Rockets í röð. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Rockets unnið fjóra leiki í röð, þar á meðal gegn Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers sem munu líklegast berjast um efstu sætin í Vesturdeildinni við Rockets. Eftir að hafa sett 43 stig gegn Sacramento Kings í gær fylgdi Harden því með 46 stigum í nótt en liðsfélagi hans, Dwight Howard, bauð upp á tröllatvennu með 20 stig og 20 fráköst. Leikmenn Los Angeles Clippers söknuðu greinilega leikstjórnandans Chris Paul í leiknum en Blake Griffin var stigahæstur í liðinu með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst.Stephen Curry reynir hér að stela boltanum gegn Rajon Rondo án árangurs.Vísir/gettyMeistararnir í Golden State Warriors virðast einfaldlega vera óstöðvandi þessa dagana en þeir unnu áttunda leik sinn í röð í gær með níu stiga sigri á Sacramento Kings, 103-94. Kom ekki að sök að Rajon Rondo, leikmaður Sacramento, hafi náð þrefaldri tvennu með 14 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst. Stephen Curry, skotbakvörður liðsins, hitti óvenju illa úr þriggja stiga skotum í leiknum en hann hitti aðeins úr 2 skotum af 10 en liðsfélagar hans björguðu honum fyrir horn enda hefur hann bjargað liðsfélögum sínum margoft. Þá unnu Atlanta Hawks sjöunda leikinn í röð í nótt gegn Washington Wizards 114-99 en leikmenn liðsins hafa heldur betur svarað gagnrýnisröddunum sem heyrðust eftir tap í fyrsta leik liðsins á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af bestu tilþrifunum úr leikjum kvöldsins ásamt því besta úr leik James Harden gegn Los Angeles Clippers og leik Andrew Wiggins gegn Chicago Bulls.Úrslit gærkvöldsins: Minnesota Timberwolves 102-93 Chicago Bulls Orlando Magic 105-97 Philadelphia 76ers Washington Wizards 99-114 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 98-107 Dallas Mavericks Brooklyn Nets 86-94 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 94-114 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 79-89 Utah Jazz Golden State Warriors 103-94 Sacramento Kings Houston Rockets 109-105 Los Angeles ClippersBestu tilþrif gærkvöldsins: Frábærar frammistöður hjá Harden og Wiggins: NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
James Harden og félagar í Houston Rockets eru heldur betur mættir til leiks í NBA-deildinni en Harden setti niður 46 stig í tíu stiga sigri á Los Angeles Clippers í nótt en þetta var fjórði sigur Rockets í röð. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Rockets unnið fjóra leiki í röð, þar á meðal gegn Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers sem munu líklegast berjast um efstu sætin í Vesturdeildinni við Rockets. Eftir að hafa sett 43 stig gegn Sacramento Kings í gær fylgdi Harden því með 46 stigum í nótt en liðsfélagi hans, Dwight Howard, bauð upp á tröllatvennu með 20 stig og 20 fráköst. Leikmenn Los Angeles Clippers söknuðu greinilega leikstjórnandans Chris Paul í leiknum en Blake Griffin var stigahæstur í liðinu með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst.Stephen Curry reynir hér að stela boltanum gegn Rajon Rondo án árangurs.Vísir/gettyMeistararnir í Golden State Warriors virðast einfaldlega vera óstöðvandi þessa dagana en þeir unnu áttunda leik sinn í röð í gær með níu stiga sigri á Sacramento Kings, 103-94. Kom ekki að sök að Rajon Rondo, leikmaður Sacramento, hafi náð þrefaldri tvennu með 14 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst. Stephen Curry, skotbakvörður liðsins, hitti óvenju illa úr þriggja stiga skotum í leiknum en hann hitti aðeins úr 2 skotum af 10 en liðsfélagar hans björguðu honum fyrir horn enda hefur hann bjargað liðsfélögum sínum margoft. Þá unnu Atlanta Hawks sjöunda leikinn í röð í nótt gegn Washington Wizards 114-99 en leikmenn liðsins hafa heldur betur svarað gagnrýnisröddunum sem heyrðust eftir tap í fyrsta leik liðsins á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af bestu tilþrifunum úr leikjum kvöldsins ásamt því besta úr leik James Harden gegn Los Angeles Clippers og leik Andrew Wiggins gegn Chicago Bulls.Úrslit gærkvöldsins: Minnesota Timberwolves 102-93 Chicago Bulls Orlando Magic 105-97 Philadelphia 76ers Washington Wizards 99-114 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 98-107 Dallas Mavericks Brooklyn Nets 86-94 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 94-114 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 79-89 Utah Jazz Golden State Warriors 103-94 Sacramento Kings Houston Rockets 109-105 Los Angeles ClippersBestu tilþrif gærkvöldsins: Frábærar frammistöður hjá Harden og Wiggins:
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins