Russel Knox sigraði í Kína með smá hjálp frá eiginkonunni Kári Örn Hinriksson skrifar 8. nóvember 2015 18:15 Andrea og Russel Knox gerðu góða ferð til Kína saman. Getty Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira