Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2015 15:32 Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra í síðustu viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Drögin voru lögð fram í fyrstu nefnd Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna sem fer með öryggis- og afvopnunarmál.Í drögunum er farið fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt á þeim grundvelli að það sé siðferðislega ótækt að beita slíkum vopnum. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. 26 af þeim ríkjum sem kusu gegn ályktuninni eða sátu hjá gáfu út yfirlýsingu fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem afstaða þeirra var útskýrð. Þar segir að þau séu fylgjandi því markmiði að útrýma kjarnorkuvopnum en ályktunardrög þessi séu til þess fallin að skapa sundrung í alþjóðasamfélaginu hvað varðar eyðingu kjarnorkuvopna. Mikilvægt sé að skapa umræðuvettvang þar sem öll sjónarmið varðandi kjarnorkuvopn og útrýmingu þeirra séu virt. Fréttastofa sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna þess máls í gærkvöldi en hefur ekki fengið svar. Að sögn Urðar Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúa er þetta til skoðunar innan ráðuneytisins. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra í síðustu viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Drögin voru lögð fram í fyrstu nefnd Allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna sem fer með öryggis- og afvopnunarmál.Í drögunum er farið fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt á þeim grundvelli að það sé siðferðislega ótækt að beita slíkum vopnum. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. 26 af þeim ríkjum sem kusu gegn ályktuninni eða sátu hjá gáfu út yfirlýsingu fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem afstaða þeirra var útskýrð. Þar segir að þau séu fylgjandi því markmiði að útrýma kjarnorkuvopnum en ályktunardrög þessi séu til þess fallin að skapa sundrung í alþjóðasamfélaginu hvað varðar eyðingu kjarnorkuvopna. Mikilvægt sé að skapa umræðuvettvang þar sem öll sjónarmið varðandi kjarnorkuvopn og útrýmingu þeirra séu virt. Fréttastofa sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna þess máls í gærkvöldi en hefur ekki fengið svar. Að sögn Urðar Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúa er þetta til skoðunar innan ráðuneytisins.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira