Körfubolti

Sonur þjálfarans fékk þriggja milljóna sekt fyrir að kasta púða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Austin Rivers.
Austin Rivers. Vísir/EPA
Austin Rivers, bakvörður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk stóra sekt eftir framkomu sína í fyrsta leik tímabilsins og það þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar um leið.

Austin Rivers, sem er sonur þjálfara Clippers-liðsins, Doc Rivers, missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar hlé var á leik Los Angeles Clippers og Sacramento Kings á miðvikudagskvöldið.

Rivers kastaði sætispúða aftur fyrir sig og hann flaug lengst upp í stúku og lenti á einum áhorfenda. NBA ákvað að sekta leikmanninn um 25 þúsund dollara eða um 3,2 milljónir íslenskra króna.

„Púðinn var léttur og hann flaug langt. Ég horfði ekki á hvert hann fór. Ég stóð síðan upp og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég reyndi að segja NBA þetta," sagði Austin Rivers þegar hann frétti af sektinni.

„Svona hefur aldrei gerst áður hjá mér. Ég er ekki þekktur fyrir að kasta hlutum. Þetta er óheppilegt en maður verður bara að læra af þessu og passa upp að taka ekki út reiði sína með þessum hætti," sagði Austin Rivers sem gerði sitt og gott betur til að leiðrétta mistök sín.

Austin Rivers hafði nefnilega upp á hinum óheppna áhorfanda sem fékk púðann í sig og bauð henni og fjölskyldu hennar baksviðs þar sem hann bað hana afsökunar og sat síðan fyrir á mynd með þeim öllum.

„Engin áhorfandi á þurfa að hafa áhyggjur af því að fá eitthvað í andlitið. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn. Hún tók þessu mjög vel. Þetta var slys og ég var ekki að henda neinu í einhvern," sagði Rivers sem var ekki sáttur með upphæðina. "Þessi sekt er hærri en þegar ég var rekinn út í leik fyrir tveimur árum" sagði Rivers að lokum.

NBA

Tengdar fréttir

NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik.

NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd

Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×