Citroën ætlar að selja bíla á vefnum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 14:58 Citroën Cactus M. Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent
Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent